Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 15. september 2024 19:40
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður ekki sárara en þetta" Segir Davíð Smári, Þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vestramenn voru mjög nálægt því að sækja úrslit í Garðabæinn en Stjörnumenn skoruðu undir lokinn eftir að William Eskelinen fékk dæmda á sig vítaspyrnu.

„Ég er nú ekki alveg viss um að þetta hafi verið víti. Það er óhætt að segja að Vestraliðið átti töluvert meira skilið en að tapa þessum leik. Við fengum töluvert fleiri færi, þeir eiga tvö skot á markið. Við þurfum að nýta færin betur en ég er gríðarlega stoltur og ánægður með liðið."

Vestramenn áttu, eins og Davíð kemur inná, líklega hættulegri færi í dag og byrjuðu leikinn til að mynda af miklum krafti.

„Við vorum sterkari aðilinn mest allan fyrri hálfleikinn en svo kom þreyta í okkur og við vorum lítið með boltann sem að er hægt að gagnrýna. Við þurfum að gera betur og vera klínískari fyrir framan markið, það er það sem situr eftir."

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokið og komin tími á tvískiptingu en Vestramenn eru í fallsæti og að heyja lífróður fyrir sæti sínu í Bestu deildinni.

„Ég segi það núna og segi það aftur að það er gríðarlega erfitt að spila við Vestraliðið. Við erum gríðarlega sterkir varnarlega og góða menn fram á við sem eru að toppa núna. Við erum að stilla upp sama liðinu núna trekk í trekk og það er kominn smá taktur í okkur. Það er hellingur að byggja á en staðan er alvarleg."
Athugasemdir
banner
banner
banner