Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 15. september 2024 19:40
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður ekki sárara en þetta" Segir Davíð Smári, Þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vestramenn voru mjög nálægt því að sækja úrslit í Garðabæinn en Stjörnumenn skoruðu undir lokinn eftir að William Eskelinen fékk dæmda á sig vítaspyrnu.

„Ég er nú ekki alveg viss um að þetta hafi verið víti. Það er óhætt að segja að Vestraliðið átti töluvert meira skilið en að tapa þessum leik. Við fengum töluvert fleiri færi, þeir eiga tvö skot á markið. Við þurfum að nýta færin betur en ég er gríðarlega stoltur og ánægður með liðið."

Vestramenn áttu, eins og Davíð kemur inná, líklega hættulegri færi í dag og byrjuðu leikinn til að mynda af miklum krafti.

„Við vorum sterkari aðilinn mest allan fyrri hálfleikinn en svo kom þreyta í okkur og við vorum lítið með boltann sem að er hægt að gagnrýna. Við þurfum að gera betur og vera klínískari fyrir framan markið, það er það sem situr eftir."

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokið og komin tími á tvískiptingu en Vestramenn eru í fallsæti og að heyja lífróður fyrir sæti sínu í Bestu deildinni.

„Ég segi það núna og segi það aftur að það er gríðarlega erfitt að spila við Vestraliðið. Við erum gríðarlega sterkir varnarlega og góða menn fram á við sem eru að toppa núna. Við erum að stilla upp sama liðinu núna trekk í trekk og það er kominn smá taktur í okkur. Það er hellingur að byggja á en staðan er alvarleg."
Athugasemdir
banner