Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 15. september 2024 19:40
Kjartan Leifur Sigurðsson
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður ekki sárara en þetta" Segir Davíð Smári, Þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Vestri

Vestramenn voru mjög nálægt því að sækja úrslit í Garðabæinn en Stjörnumenn skoruðu undir lokinn eftir að William Eskelinen fékk dæmda á sig vítaspyrnu.

„Ég er nú ekki alveg viss um að þetta hafi verið víti. Það er óhætt að segja að Vestraliðið átti töluvert meira skilið en að tapa þessum leik. Við fengum töluvert fleiri færi, þeir eiga tvö skot á markið. Við þurfum að nýta færin betur en ég er gríðarlega stoltur og ánægður með liðið."

Vestramenn áttu, eins og Davíð kemur inná, líklega hættulegri færi í dag og byrjuðu leikinn til að mynda af miklum krafti.

„Við vorum sterkari aðilinn mest allan fyrri hálfleikinn en svo kom þreyta í okkur og við vorum lítið með boltann sem að er hægt að gagnrýna. Við þurfum að gera betur og vera klínískari fyrir framan markið, það er það sem situr eftir."

Nú er hefðbundinni deildarkeppni lokið og komin tími á tvískiptingu en Vestramenn eru í fallsæti og að heyja lífróður fyrir sæti sínu í Bestu deildinni.

„Ég segi það núna og segi það aftur að það er gríðarlega erfitt að spila við Vestraliðið. Við erum gríðarlega sterkir varnarlega og góða menn fram á við sem eru að toppa núna. Við erum að stilla upp sama liðinu núna trekk í trekk og það er kominn smá taktur í okkur. Það er hellingur að byggja á en staðan er alvarleg."
Athugasemdir
banner