Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 15. september 2024 14:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Gabriel hetja Arsenal í grannaslagnum
Mynd: EPA

Tottenham 0 - 1 Arsenal
0-1 Gabriel Magalhaes ('64 )


Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel var hetja Arsenal þegar liðið lagði Tottenham af velli í grannslag í dag.

Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og fengu bæði lið tækifæri til að skora en boltinn vildi ekki inn.

Undir lok fyrri hálfleiks varð smá kítingur milli manna þegar Jurrien Timber braut á Pedro Porro en Timber og Guglielmo Vicario fengu gult spjald að lokum.

Það var hart tekist á í fyrri hálfleik en sjö gul spjöld fóru á loft.

Gabriel braut loksins ísinn eftir um klukkutíma leik þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka.

Tottenham menn reyndu hvað þeir gátu að ná í jöfnunarmarkið en það tókst ekki og sigur Arsenal staðreynd.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner