Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   sun 15. september 2024 21:00
Sölvi Haraldsson
Neville: Arsenal spilaði eins og Englandsmeistarar

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður og fyrirliði Manchester United, sagði eftir 1-0 sigur Arsenal gegn Tottenham í dag að Arsenal spilaði eins og Englandsmeistarar í Norður Lundúnaslagnum.


Arsenal var án Martin Ödegard og Declan Rice - tveir af þeirra bestu og mikilvægustu leikmönnum - en þeir voru ótrúlega góðir í dag og mjög góðir varnarlega. Tottenham opnuðu varnarlínu Arsenal aldrei í leiknum. Þeir vissu alveg hvað þeir voru að gera. Arteta hefur enn ekki unnið titil hjá Arsenal en þetta leit vel út í dag hjá honum.“ sagði Neville þegar hann fór yfir leikinn sem fór fram á Tottenham leikvangnum.

 Neville heldur áfram að hrósa Arsenal og Arteta.

Arsenal er að spila eins og Englandsmeistarar núna. Arteta samdi til þriggja ára við félagið með eitt markmið, að vinna deildina. Þessi leikur var frábær fyrir þá í ljósi þess að þeir eiga Man City á næstunni.

Arsenal er í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg stig en betri markatölu en Newcastle og tveimur stigum á eftir Manchester City sem þeir eiga í næsta deildarleik.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner