Lengjudeildinni lauk í gær en þá varð ljóst hvaða lið mætast í umspili um sæti í Bestu deildinni en það var rosaleg spenna í lokaumferðinni.
ÍBV tryggði sér sigur í deildinni og þar með sæti í Bestu deildinni á næsta ári eftir að hafa fallið úr deild þeirra bestu síðasta sumar.
Liðið gerði jafntefli og hefði Fjölnir því getað farið beint upp með sigri en liðið tapaði gegn Keflavík og höfðu því liðin sætaskipti í 2. og 3. sæti.
Svona verður úrslitakeppnin í ár
Fimmtudagur 19. september
16:30 ÍR - Keflavík
19:15 Afturelding - Fjölnir
Mánudagur 23. september
15:45 Keflavík - ÍR
15:45 Fjölnir - Afturelding
28. september:
16:00 Úrslitaleikur á Laugardalsvelli
Vestri vann umspilið í fyrra eftir að hafa endað í 4. sæti deildarinnar. Það var í fyrsta skiptið þar sem leikið var með þessu fyrirkomulagi í Lengjudeildinni.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |