Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, var handtekinn á ný fyrr í dag en hann var grunaður um að hafa brotið gegn tryggingarskilyrði í máli sínu.
Nú er það orðið ljóst að búið er að kæra Greenwood og mun hann fara fyrir dóm. Hann mun mæta í dómsalinn á mánudaginn eftir helgi í Manchester.
Hann er ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, morðhótanir sem og að hafa ráðist að fyrrum kærustu sinni, Harriet Robson. Hún tók upp myndbönd og myndir af Greenwood sem fóru á netið í janúar mánuði á þessu ári.
Síðasti leikur Greenwood fyrir Man Utd kom seint í janúar og nú er ljóst að hann mun þurfa fara fyrir dóm.
Athugasemdir