"Þetta snérist um að ná í þrjú stig hérna í dag og við náðum því ekki og það er gríðarlega erfitt að una þeirri niðurstöðu. Við fengum færin til að klára þennan leik en við nýttum ekki tækifærin," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftoir jafntefli gegn Leikni í Breiðholtinu í dag.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 2 ÍA
Úrslitin þýða að ÍA liðið er svo gott sem fallið.
"Mér fannst þetta bara hræðilegur leikur við hræðilegar aðstæður. Leikmenn áttu gríðarlega erfitt með að fóta sig á vellinum. Frosinn völlur og rok eru aðstæður sem er erfitt að spila við en það er bara það sem er boðið upp á þegar við spilum út október að þá geturðu lent í öllum andskotanum."
Að lokum var Jón Þór spurður hvort hann yrði þjálfari liðsins á næsta ári. Hann svaraði því hratt og örugglega "Já."
Allt viðtalið við Jón Þór má sjá í spilaranum hér að ofan.