Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. nóvember 2020 14:10
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson ekki með Skotum vegna meiðsla
Mynd: Getty Images
Andy Robertson er ekki með skoska landsliðinu í mikilvægum leik gegn Slóvakíu í B-deild Þjóðadeildarinnar sem er í gangi þessa stundina.

Steve Clarke landsliðsþjálfari Skota staðfesti fyrir leikinn að Robertson sé að glíma við smávægileg vöðvameiðsli. Óljóst er hvort hann nái næsta leik Skota sem er gegn Ísrael á miðvikudaginn.

Robertson bar fyrirliðabandið er Skotland tryggði sér sæti á lokakeppni EM á næsta ári með sigri gegn Serbíu í vítaspyrnukeppni. Þetta er fyrsta stórmótið sem Skotland kemst á síðan 1998.

Robertson verður saknað enda er hann algjör lykilmaður bæði í skoska liðinu og Liverpool. Skotar eru þó heppnir að eiga góða vinstri bakverði því Kieran Tierney, leikmaður Arsenal, er tilbúinn til að fylla í skarðið.

Reynist meiðsli Robertson alvarlegri en talið er gæti það verið stórt vandamál fyrir Liverpool, sem er þegar án Trent Alexander-Arnold, Joe Gomez og Virgil van Dijk fyrir næsta leik gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Annars er það að frétta úr meiðslaheiminum að hollenski markvörðurinn Jasper Cillessen fór í vel heppnaða aðgerð á læri. Cillessen verður frá keppni næstu þrjá til fjóra mánuðina, en hann er á mála hjá Valencia.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner