Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. nóvember 2022 12:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag vill losna við Ronaldo
Ten Hag og Ronaldo ræða saman.
Ten Hag og Ronaldo ræða saman.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur látið stjórnarmenn félagsins vita af því að Cristiano Ronaldo eigi ekki að spila lengur fyrir félagið.

Ten Hag telur að Ronaldo hafi gengið of langt í viðtali á dögunum. Þetta herma heimildir ESPN í Hollandi, heimalandi Ten Hag.

Ronaldo fór nýverið í viðtal hjá Piers Morgan, sem er umdeildur fjölmiðlamaður, þar sem hann talaði illa um Man Utd, Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney. Bútar úr viðtalinu fóru að birtast stuttu eftir dramatískan sigur United á Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo, sem er 37 ára, er ósáttur við það hvernig hefur verið komið fram við sig hjá United en hann hefur mikið þurft að sitja á bekknum á tímabilinu. Í viðtalinu segist hann ekki bera neina virðingu fyrir Ten Hag.

Ten Hag er búinn að funda með eigendum og stjórnarmönnum Man Utd. Hann vill losna við portúgölsku ofurstjörnuna.

Ronaldo er með samning út leiktíðina og er að fá um 500 þúsund pund í vikulaun.
Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner