Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 15. desember 2021 14:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adam Örn: Viðurkenni að ég hef verið sáttari
Mynd: Rune Stoltz Bertinussen
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Adam Örn Arnarson verður ekki áfram hjá Tromsö eftir tvö tímabil með liðinu. Adam er 26 ára varnarmaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki en hefur verið erlendis frá árinu 2013. Fótbolti.net fékk Adam í heimsókn og ræddi hann um tímann í Norður-Noregi.

„Tímabilið var nokkuð erfitt, ég kom að einhverju leyti meiddur inn í undirbúningstímabilið eftir að hafa verið mikið meiddur í fyrra. Félagið fékk annan hægri vængbakvörð inn og ég vissi að ég yrði að vinna mig inn í liðið aftur. Það var ekki létt þar sem ég var ekki með á öllum æfingum og að ströggla aðeins. Það einkenndi tímabilið að ég var alltaf að reyna að vinna mig inn í liðið og það er sérstaklega erfitt þegar besti maðurinn er sá sem kom inn og nú er verið að selja hann á sjö milljónir norskar," sagði Adam sem var að glíma við sömu meiðsli og hann var að glíma við í fyrra.

Sjá einnig:
Píndi sig áfram og sýpur seyðið af því - „Maður vill ekki bregðast liðinu"

„Við ætluðum að halda okkur uppi og náðum ekki að uppskera eins og við sáðum fannst mér fyrri hluta tímabilsins. Við náðum að snúa því og vorum nokkuð þægilegir í lokin. Tímabilið var nokkuð gott ef maður lítur á tímabilið."

Þú skoraðir eitt mark og lagðir upp eitt mark á tímabilinu. Varstu svekktur að fá ekki að spila ennþá meira?

„Já, ég var svolítið svekktur að fá ekki að spila ennþá meira. Það var eins og þjálfarinn og félagið væri búið að ákveða að selja bakvörðinn sem var að spila. Þá er erfitt að taka hann úr liðinu ef á að selja hann og hann er að standa sig vel. Ég fékk að spila eitthvað og gat sýnt að ég get spilað í þessari deild og skilað mínu. Ég náði að nýta ágætlega þær mínútur sem ég fékk."

Adam skoraði gegn Vålerenga í fjórðu síðustu umferð en spilaði svo ekki í leiknum á eftir.

„Ég spilaði hálfleik og skoraði, 1-1, og stóð mig vel heilt yfir. Ég bjóst við að ég fengi að spila eitthvað í næsta leik en það voru núll mínútur. Ég viðurkenni að ég hef verið sáttari."

Adam spilaði svo í næstsíðustu umferð en kom ekkert við sögu í lokaleik tímabilsins.

„Ég átti ekki að vera í hóp á móti Sarpsborg sem við vinnum. Það voru svo aftur núll mínútur, kannski vildi hann ekki að ég spilaði á heimavelli. Það var leiðinlegt að fá ekki að spila einhverjar mínútur í lokaleiknum."

Adam var í viðtali fyrr í þessum mánuði og ræddi þar um heimavöllinn hjá Tromsö.

„Gervigrasið var orðið þreytt, svo að maður segi eins og er. Það er grjóthart og sérstaklega í þessum kulda sem er norður í rassgati þarf maður að vera með alvöru undirlag til að geta æft. Við vorum nokkrir í liðinu sem vorum að ströggla aðeins með völlinn. Völlurinn var ekki að hjálpa, mér leið alltaf betur eftir útileiki heldur en heimaleiki. Maður fann alltaf mun á löppunum eftir útileiki miðað við heimaleiki," sagði Adam.

Í viðtalinu sem má sjá í spilaranum má heyra svör Adams varðandi framhaldið á hans ferli, af hverju hann verður ekki áfram í Tromsö, lífið í Tromsö og áhuga íslenskra félaga.
Athugasemdir