
Kylian Mbappe var á skotæfingu í upphitun rétt fyrir leik Frakklands gegn Marokkó í undanúrslitum á HM í gær en eitt af skotunum sem hittu ekki markið fór beint í höfuðið á frönskum stuðningsmanni.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
Mbappe var fljótur að hugsa og brunaði yfir auglýsingaskiltin og upp í stúku til þess að biðja stuðningsmanninn afsökunar en hann var augljóslega vankaður eftir atvikið.
Það er hægt að ímynda sér það að það er ekki þægilegt að fá skot af fullum krafti frá Mbappe í höfuðið.
Skotæfingin skilaði honum ekki árangri í gær þar sem hann náði ekki að komast á blað, en Frakkar eru þó komnir í úrslitaleikinn.
Athugasemdir