Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 16. janúar 2022 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Unglingalandsliðsmaður gerir nýjan samning við Stjörnuna
Adolf Daði í unglingalandsleik.
Adolf Daði í unglingalandsleik.
Mynd: Hulda Margrét
Adolf Daði Birgisson hefur gert nýjan samning við Stjörnuna sem gildir til ársins 2024.

„Adolf, einn af okkar efnilegu drengjum hjá Stjörnunni, hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna til lok tímabilsins 2024. Það eru heldur betur gleðitíðindi að Adolf skuli koma til með að klæðast Stjörnu treyjunni næstu árin og verður spennandi að fylgjast með honum á vellinum í sumar," segir í tilkynningu úr Garðabæ.

Adolf Daði er á 18. aldursári. Hann kom við sögu í fimm leikjum í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar.

Hann á að baki fimm leiki með U17 landsliðinu og ljóst að þarna er á ferðinni efnilegur leikmaður.

Stjarnan hafnaði í sjöunda sæti efstu deildar á síðustu leiktíð og voru það mikil vonbrigði. Ágúst Gylfason er tekinn við liðinu og er honum ætlað að ná betri árangri en náðist síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner