Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   mán 16. janúar 2023 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Lampard: Get ekki gert kraftaverk
Mynd: Everton

Staða Frank Lampard við stjórnvölinn hjá Everton er í hættu en hann telur sig hafa það sem þarf til að bjarga félaginu frá falli.


Everton er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni með 15 stig eftir 19 umferðir en Lampard og lærisveinar hans eru heppnir að pakkinn fyrir ofan er gríðarlega þéttur. Það eru aðeins fimm stig á milli Nottingham Forest í 13. sæti og Everton í 19. sæti. 

Lampard viðurkennir að hann sé ekki besti knattspyrnustjóri heims og geti ekki gert kraftaverk. Hann ýjar um leið að því að hann vilji nýja leikmenn til félagsins.

„Þetta eru erfiðir tímar en ég er viss um að ég er hæfur í þetta starf. Ég er ekki að segja að ég sé besti þjálfari í heimi, eða að ég geti framkvæmt kraftaverk, en ég get lofað því að ég mun alltaf gera mitt besta," sagði Lampard þegar hann var spurður um stöðuna eftir fjórða tap Everton í röð á heimavelli.

„Ég verð að ná því besta úr leikmönnunum sem ég hef til umráða, það er starfið mitt. Skilaboðin til stuðningsmanna eru þau að ég vil skapa lið sem getur barist og sýnt alvöru ástríðu."

Everton er aðeins búið að vinna einn leik af síðustu þrettán eftir að hafa keypt Amadou Onana, Dwight McNeil, Neal Maupay, James Garner og Idrissa Gana Gueye síðasta sumar - auk Conor Coady og James Tarkowski sem komu á frjálsri sölu og Ruben Vinagre á lánssamningi. 

Félagið seldi Richarlison síðasta sumar og hleypti einnig Andre Gomes, Dele Alli og fleirum út á lánssamningum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
14 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
15 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner