Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. febrúar 2020 23:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterling ekki að hugsa um að fara þrátt fyrir bannið
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling er einbeittur á að hjálpa Manchester City og lætur ekki sögusagnir trufla sig.

Manchester City var dæmt í bann frá Evrópukeppnum í tvö ár síðasta föstudag vegna brota á fjármálareglum.

Í kjölfarið hefur verið rætt og skrifað um það að stærstu stjörnur félagsins muni mögulega róa á önnur mið til að spila í Meistaradeildinni.

Sterling, 25 ára gamall kantmaður liðsins, hefur verið orðaður við Real Madrid, en hann er einbeittur á að hjálpa Man City að ná árangri.

„Raheem er bara einbeittur á Man City og mun ekki láta sögur um félagaskipti trufla sig," sagði umboðsmaðurinn Aidy Ward að því er kemur fram á Mirror.

City mun áfrýja banninu frá UEFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner