Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 16. febrúar 2021 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle svaraði eftir að Santiago Munoz byrjaði í fyrsta sinn
Kuno Becker, aðalleikarinn í Goal.
Kuno Becker, aðalleikarinn í Goal.
Mynd: Getty Images
Goal eru kvikmyndir sem flestir fótboltaáhugamenn ættu að kannast við. Ef ekki, þá er um að gera að fara beinustu leið í að horfa á þær.

Þetta eru bíómyndir sem fjalla um Santiago Muñez, hæfileikaríkan fótboltamann sem býr í fátækt í Los Angeles en fær svo tækifæri til að elda drauminn. Hann fær samning hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle eftir að fyrrum njósnari félagsins tekur eftir honum. Santiago kemst svo í aðalliðið og nær að spila og skora á St. James' Park.

Önnur myndin er líka fínt áhorf. Þar kaupir spænska stórveldið Real Madrid Santiago og vin hans Gavin Harris frá Newcastle. Í mynd númer tvö koma við sögu stórstjörnur eins og Iker Casillas, Sergio Ramos, Roberto Carlos og David Beckham.

Þriðja myndin var líka gerð, en það er því miður ekki hægt að mæla með henni.

Núna er átján ára gamall leikmaður að koma upp í Mexíkó sem heitir Santiago Munoz. Hann er með mjög svipað nafn og aðalsöguhetjan í Goal. Hann byrjaði sinn fyrsta leik með Santos Laguna í 1-0 sigri gegn Monterrey í mexíkósku úrvalsdeildinni í gær, en einhvern veginn bárust þessi tíðindi til Newcastle.

Newcastle brást við tíðindunum á skemmtilegan hátt á samfélagsmiðlum. Santos Laguna tók auðvitað vel í það. „Það eru margir að spyrja, en nei Newcastle er ekki búið að hafa samband vegna sóknarmannsins okkar, Santiago Munoz."

Það verður spennandi að fylgjast með framvindu ferils Munoz en hann stóð sig vel með Mexíkó á HM U17 ára árið 2019.

Á meðan er Kuno Becker, sem lék Santiago Muñez í Goal, búinn að skrifa fjórðu myndina en í henni gerist hann þjálfari. Hann telur að sú mynd muni loka sögunni vel en hvort sú mynd verði einhvern tímann framleidd á eftir að koma í ljós.


Athugasemdir
banner
banner