Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 16. febrúar 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Palmer: Verður furðuleg tilfinning
Cole Palmer hefur viðurkennt að það verði furðuleg tilfinning að spila með Chelsea gegn Manchester City á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem þessi 21 árs leikmaður snýr aftur á Etihad völlinn síðan hann yfirgaf City og gekk í raðir Chelsea síðasta sumar.

Palmer kom upp úr akademíu City og hefur verið besti leikmaður Chelsea á tímabilinu, hann er með tólf mörk.

„Það hefur komið mér á óvart hversu vel mér hefur gengið, svona fljótt. Ég er spenntur fyrir því að fara aftur á Etihad, það verður samt skrítið. Furðuleg tilfinning en ég hlakka til," segir Palmer.

„Ég spilaði gegn þeim á Stamford Bridge en ég held að þetta verði enn skrítnari tilfinning á morgun."

Liðin gerðu 4-4 jafntefli í ótrúlegum leik á Stamford Bridge í nóvember þar sem Palmer jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

„Ég var fljótur að aðlagast nýju liði og er að njóta mín hér. Ég hef fengið traustið og tækifærin og er þakklátur fyrir það," segir Palmer.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner