Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 16. mars 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar með skilaboð: Erum ekki með nógu stóran hóp
Vildi gjarnan fá tvo leikmenn til viðbótar
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas var ekki með í gær.
Finnur Tómas var ekki með í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan var eini varamaðurinn sem kom við sögu í gær.
Stefan var eini varamaðurinn sem kom við sögu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins í gær. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 KR

„Þetta var fínn fótboltaleikur en erfiðar aðstæður. Mér fannst bæði lið gera vel úr því sem komið var, kannski ekkert rosalega mikið af færum en það voru pústrar og þetta var bara hörkuleikur - mjög góður æfingaleikur fyrir held ég bæði lið," sagði Rúnar.

Það er mánuður í mót, ertu sáttur með stöðuna á liðinu eins og hún er í dag?

„Miðað við þennan leik er ég það. Við erum búnir að vera í töluverðum meiðslum og höfðum ekki úr neinu að moða í dag. Ég var með þrjá meidda menn á bekknum til að fylla skýrslu. Við erum búnir að vera í smá veseni síðustu tvær vikur, erfitt að manna liðið og halda úti góðum æfingum - það er smá vandamál. Þetta er búið að ganga aðeins betur eftir að við fengum nýtt gervigras en á sama tíma höfum við lent í smá meiðslum. Hallur [Hansson] var í leikbanni og við getum ekki nýtt hópinn okkar nægilega vel."

Það voru þeir Grétar Snær Gunnarsson, Kristján Flóki Finnbogason og Kjartan Henry Finnbogason sem voru tæpir vegna meiðsla á bekknum hjá KR. Þá voru þeir Finnur Tómas Pálmason og Oddur Ingi Bjarnason ekki í leikmannahópi liðsins og Emil Ásmundsson er meiddur.

Rúnar nýtti einungis eina skiptingu, Stefan Ljubicic kom inn á þegar skammt var til leiksloka.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt undirbúningstímabil en við höfum gert ágætlega úr því sem við höfum haft og reynt að æfa vel. En taktík og öll smáatriði höfum við ekki náð að fara neitt sérstaklega vel í. Það er búið að vera skelfileg tíð líka en við höfum góðan tíma, erum að fara til Spánar í æfingaferð á fimmtudaginn og ég er ánægður að við förum með alla heila allavega út úr þessum leik - engin frekari meiðsli. Þessir strákar sem eru meiddir eru allir að braggast og ég hafði meiri áhyggjur af því að hafa þá heila í æfingaferðinni heldur en að láta þá spila í dag."

Á komandi tímabili verða 27 leikir í deildinni, fjölgun um fimm leiki frá síðasta tímabili. Hefur Rúnar trú á því að hann sé með nógu stóran hóp til að takast á við aukinn leikjafjölda? KR er einnig í Evrópukeppni og tekur þátt í bikarnum eins og önnur lið.

„Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með nógu stóran hóp. Okkur vantar tvo leikmenn allavega og verðum að forðast þessi meiðsli sem hafa verið að hrjá okkur núna. Um leið og þú missir leikmenn í meiðsli þá er dálítið þunnt orðið og ég væri mjög til í að fá tvo leikmenn í viðbót."

Rúnar segir þá að það sé miklu skemmtilegra að spila leikina þegar það sé smá hiti í þeim. „Svo eru menn rólegir þegar leikirnir eru búnir og allt í þessu fínasta," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner