Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 16. mars 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar með skilaboð: Erum ekki með nógu stóran hóp
Vildi gjarnan fá tvo leikmenn til viðbótar
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas var ekki með í gær.
Finnur Tómas var ekki með í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan var eini varamaðurinn sem kom við sögu í gær.
Stefan var eini varamaðurinn sem kom við sögu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net eftir tap gegn Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins í gær. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 KR

„Þetta var fínn fótboltaleikur en erfiðar aðstæður. Mér fannst bæði lið gera vel úr því sem komið var, kannski ekkert rosalega mikið af færum en það voru pústrar og þetta var bara hörkuleikur - mjög góður æfingaleikur fyrir held ég bæði lið," sagði Rúnar.

Það er mánuður í mót, ertu sáttur með stöðuna á liðinu eins og hún er í dag?

„Miðað við þennan leik er ég það. Við erum búnir að vera í töluverðum meiðslum og höfðum ekki úr neinu að moða í dag. Ég var með þrjá meidda menn á bekknum til að fylla skýrslu. Við erum búnir að vera í smá veseni síðustu tvær vikur, erfitt að manna liðið og halda úti góðum æfingum - það er smá vandamál. Þetta er búið að ganga aðeins betur eftir að við fengum nýtt gervigras en á sama tíma höfum við lent í smá meiðslum. Hallur [Hansson] var í leikbanni og við getum ekki nýtt hópinn okkar nægilega vel."

Það voru þeir Grétar Snær Gunnarsson, Kristján Flóki Finnbogason og Kjartan Henry Finnbogason sem voru tæpir vegna meiðsla á bekknum hjá KR. Þá voru þeir Finnur Tómas Pálmason og Oddur Ingi Bjarnason ekki í leikmannahópi liðsins og Emil Ásmundsson er meiddur.

Rúnar nýtti einungis eina skiptingu, Stefan Ljubicic kom inn á þegar skammt var til leiksloka.

„Þetta er búið að vera mjög erfitt undirbúningstímabil en við höfum gert ágætlega úr því sem við höfum haft og reynt að æfa vel. En taktík og öll smáatriði höfum við ekki náð að fara neitt sérstaklega vel í. Það er búið að vera skelfileg tíð líka en við höfum góðan tíma, erum að fara til Spánar í æfingaferð á fimmtudaginn og ég er ánægður að við förum með alla heila allavega út úr þessum leik - engin frekari meiðsli. Þessir strákar sem eru meiddir eru allir að braggast og ég hafði meiri áhyggjur af því að hafa þá heila í æfingaferðinni heldur en að láta þá spila í dag."

Á komandi tímabili verða 27 leikir í deildinni, fjölgun um fimm leiki frá síðasta tímabili. Hefur Rúnar trú á því að hann sé með nógu stóran hóp til að takast á við aukinn leikjafjölda? KR er einnig í Evrópukeppni og tekur þátt í bikarnum eins og önnur lið.

„Eins og staðan er í dag þá erum við ekki með nógu stóran hóp. Okkur vantar tvo leikmenn allavega og verðum að forðast þessi meiðsli sem hafa verið að hrjá okkur núna. Um leið og þú missir leikmenn í meiðsli þá er dálítið þunnt orðið og ég væri mjög til í að fá tvo leikmenn í viðbót."

Rúnar segir þá að það sé miklu skemmtilegra að spila leikina þegar það sé smá hiti í þeim. „Svo eru menn rólegir þegar leikirnir eru búnir og allt í þessu fínasta," sagði Rúnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner