Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. apríl 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gasperini: Svona getur gerst í fótbolta
Gian Piero Gasperini
Gian Piero Gasperini
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta á Ítalíu, var í hálfgerðu losti eftir 0-0 jafnteflið gegn Empoli í Seríu A í gær.

Það er rannsóknarefni hvernig Atalanta tókst ekki að vinna Empoli á heimavelli sínum en liðið fékk hátt í 50 marktilraunir þar af 18 sem fóru á rammann.

Ítalska liðið sló met á leiktíðinni í marktækifærum og því enn neyðarlega að nýta ekki að minnsta kosti eitt færi.

„Við erum auðvitað mjög niðurbrotnir yfir sjálfum úrslitunum en við vorum einnig mjög óheppnir," sagði Gasperini.

„Eftir fyrstu tíu mínútur leiksins þá áttum við nokkur dauðafæri og svona getur gerst í fótboltanum ef maður klárar ekki færin en þetta minnti mig nú gríðarlega mikið á leikinn gegn FCK," sagði hann í lokin en þar minnist hann leiksins gegn danska liðsins FC Kaupmannahöfn í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner