þri 16. apríl 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ókeypis inn á meistaraleik Vals og Stjörnunnar á skírdag
Valur er Íslandsmeistari og Stjarnan bikarmeistari.
Valur er Íslandsmeistari og Stjarnan bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og Stjarnan mætast í Meistarakeppni karla fimmtudaginn 18. apríl næstkomandi, skírdag, og hefst leikurinn kl. 20:00. Leikurinn fer fram á Origo vellinum, heimavelli Vals á Hlíðarenda.

Um er að ræða árlegan leik um titilinn meistarar meistaranna en í honum mætast Íslandsmeistararnir og bikarmeistararnir.

Meistarakeppni KSÍ – Mfl. karla:
Valur – Stjarnan
Fimmtudagur 18. apríl kl. 20.00 (skírdagur)
Origo völlurinn

Félögin bjóða frítt á leikinn.

Úr reglugerð mótsins:

23.3.2. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal fara fram vítaspyrnukeppni til að ákvarða sigurvegara.

Vakin er athygli á því að Meistarakeppni KSÍ og Íslandsmót telja saman varðandi agaviðurlög.
Athugasemdir
banner
banner
banner