Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 16. apríl 2024 10:49
Elvar Geir Magnússon
Tekur Palmer gullskóinn? - „Mistök hjá Guardiola að selja hann“
Cole Palmer, sóknarmaður Chelsea.
Cole Palmer, sóknarmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Hinn 21 árs gamli Cole Palmer skoraði fernu þegar Chelsea slátraði Everton 6-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær. Palmer sendi skýr skilaboð til Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands fyrir Evrópumótið í Þýskalandi.

Palmer var keyptur til Chelsea frá Manchester City síðasta sumar og hefur skorað 25 mörk í 43 leikjum á tímabilinu. Hann hefur komið að 38 mörkum í öllum keppnum og verið langbesti leikmaður Chelsea.

Chris Sutton, fyrrum leikmaður Chelsea, segir Pep Guardiola stjóra Manchester City hafa gert mistök með því að selja hann.

„Guardiola hlýtur að vera að horfa og hugsa að hann hafi gert mistök með því að selja hann. Pep Guardiola gerir aldrei mistök en þarna gerði hann ein. Og hvar væri Chelsea án Palmer? Hann er búinn að bera liðið uppi," segir Sutton.

Með mörkunum í gær er Palmer búinn að jafna markafjölda Erling Haaland hjá Manchester City í baráttunni um gullskó ensku úrvalsdeildarinnar.

Baráttan um gullskóinn
20 mörk - Erling Haaland, Manchester City
20 - Cole Palmer, Chelsea
19 - Ollie Watkins, Aston Villa
17 - Alexander Isak, Newcastle
17 - Mo Salah, Liverpool
17 - Dominic Solanke, Bournemouth
15 - Jarrod Bowen, West Ham
15 - Son Heung-min, Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner