Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að Andre Onana verði í marki liðsins gegn Lyon í Evrópudeildinni á morgun.
Onana þurfti að gera sér það að góðu að vera utan hóps gegn Newcastle í síðasta deildarleik eftir að hafa gert mikið af mistökum nýverið.
Onana þurfti að gera sér það að góðu að vera utan hóps gegn Newcastle í síðasta deildarleik eftir að hafa gert mikið af mistökum nýverið.
Altay Bayindir kom inn í markið en frammistaða hans var ekki góð heldur. Onana kemur því aftur í markið á morgun.
„Onana mun spila á morgun," sagði Amorim við fréttamenn í dag.
Amorim staðfesti það einnig að tímabilinu sé lokið hjá sóknarmanninum Joshua Zirkzee. Hann spilar ekkert meira vegna meiðsla.
Athugasemdir