Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   sun 16. maí 2021 21:58
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn pirraður: Léleg frammistaða hjá dómara leiksins
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Aldrei 3-0 leikur. Bæði lið skapa kannski lítið af færum. Þetta er bara mjög erfitt. Að mínu mati gefur dómarinn þeim tvö mörk og hann á bara mjög slakan dag og Leiknir er ekki að skapa mikið af færum og það er alltaf erfitt þegar þú lendir í svona leik.Leiknir fær fyrsta markið gefins og mér fannst þetta léleg frammistaða hjá dómara leiksins," voru fyrstu viðbrögð Atla Sveins Þórarinssonar þjálfara Fylkis sem var pirraður eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Sævar Atli Magnússon kom Leikni Reykjavík yfir á 44.mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Degi Austmann en í aðdragandanum var brotið á Unnari Steini og voru Fylkismenn alls ekki sáttir með dómara leiksins.

„Við erum það og mér fannst þriðja markið aldrei vera víti og það er bara erfitt að vinna lið þegar maður fær tvö mörk í mínus. Auðvitað hefðum við geta skapað meira sóknarlega en þetta er samt þannig leikur sem við spilum á kannski ekki alltof góðum grasvelli og þeir skapa ekki mikið."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Aldrei víti fyrir mér, það er snerting en Sævar Atli fer auðveldlega niður. Orri Hrafn fer niður hjá okkur í teignum fyrr í leiknum og dómarinn heldur bara leik og það verður að vera sama lína."

Atli Sveinn og Ólafur Stígsson gerðu þrefalda skiptingu eftir 60. mínútna leik og það hressti aðeins upp á sóknarleik liðsins.

„Við vorum ekki nógu kraftmiklir í okkar hlaupum og gékk ílla að stjórna boltanum og gékk ekki alveg nógu vel að búa til færi, en þetta er svona grannaslagur og vissum alltaf að það yrði erfitt að búa til færi og þetta myndi kannski ráðast á fyrsta markinu og við erum bara pirraðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner