Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 16. maí 2021 21:58
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn pirraður: Léleg frammistaða hjá dómara leiksins
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Aldrei 3-0 leikur. Bæði lið skapa kannski lítið af færum. Þetta er bara mjög erfitt. Að mínu mati gefur dómarinn þeim tvö mörk og hann á bara mjög slakan dag og Leiknir er ekki að skapa mikið af færum og það er alltaf erfitt þegar þú lendir í svona leik.Leiknir fær fyrsta markið gefins og mér fannst þetta léleg frammistaða hjá dómara leiksins," voru fyrstu viðbrögð Atla Sveins Þórarinssonar þjálfara Fylkis sem var pirraður eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Sævar Atli Magnússon kom Leikni Reykjavík yfir á 44.mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Degi Austmann en í aðdragandanum var brotið á Unnari Steini og voru Fylkismenn alls ekki sáttir með dómara leiksins.

„Við erum það og mér fannst þriðja markið aldrei vera víti og það er bara erfitt að vinna lið þegar maður fær tvö mörk í mínus. Auðvitað hefðum við geta skapað meira sóknarlega en þetta er samt þannig leikur sem við spilum á kannski ekki alltof góðum grasvelli og þeir skapa ekki mikið."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Aldrei víti fyrir mér, það er snerting en Sævar Atli fer auðveldlega niður. Orri Hrafn fer niður hjá okkur í teignum fyrr í leiknum og dómarinn heldur bara leik og það verður að vera sama lína."

Atli Sveinn og Ólafur Stígsson gerðu þrefalda skiptingu eftir 60. mínútna leik og það hressti aðeins upp á sóknarleik liðsins.

„Við vorum ekki nógu kraftmiklir í okkar hlaupum og gékk ílla að stjórna boltanum og gékk ekki alveg nógu vel að búa til færi, en þetta er svona grannaslagur og vissum alltaf að það yrði erfitt að búa til færi og þetta myndi kannski ráðast á fyrsta markinu og við erum bara pirraðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner