Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   sun 16. maí 2021 21:58
Anton Freyr Jónsson
Atli Sveinn pirraður: Léleg frammistaða hjá dómara leiksins
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Atli Sveinn Þórarinsson, annar þjálfari Fylkis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík og Fylkir áttust við á Domusnovavellinum í Breiðholti í kvöld í fjórðu umferð Pepsi Max-deildar karla en leikurinn endaði með 3-0 sigri heimamanna.

„Aldrei 3-0 leikur. Bæði lið skapa kannski lítið af færum. Þetta er bara mjög erfitt. Að mínu mati gefur dómarinn þeim tvö mörk og hann á bara mjög slakan dag og Leiknir er ekki að skapa mikið af færum og það er alltaf erfitt þegar þú lendir í svona leik.Leiknir fær fyrsta markið gefins og mér fannst þetta léleg frammistaða hjá dómara leiksins," voru fyrstu viðbrögð Atla Sveins Þórarinssonar þjálfara Fylkis sem var pirraður eftir leik.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  0 Fylkir

Sævar Atli Magnússon kom Leikni Reykjavík yfir á 44.mínútu eftir frábæra fyrirgjöf frá Degi Austmann en í aðdragandanum var brotið á Unnari Steini og voru Fylkismenn alls ekki sáttir með dómara leiksins.

„Við erum það og mér fannst þriðja markið aldrei vera víti og það er bara erfitt að vinna lið þegar maður fær tvö mörk í mínus. Auðvitað hefðum við geta skapað meira sóknarlega en þetta er samt þannig leikur sem við spilum á kannski ekki alltof góðum grasvelli og þeir skapa ekki mikið."

Á 90. mínútu leiksins fellur Sævar Atli í baráttunni við Ragnar Braga inn á teig Fylkis og Einar Ingi Jóhannsson bendir á punktinn og Sævar Atli Magnússon skoraði af punktinum.

„Aldrei víti fyrir mér, það er snerting en Sævar Atli fer auðveldlega niður. Orri Hrafn fer niður hjá okkur í teignum fyrr í leiknum og dómarinn heldur bara leik og það verður að vera sama lína."

Atli Sveinn og Ólafur Stígsson gerðu þrefalda skiptingu eftir 60. mínútna leik og það hressti aðeins upp á sóknarleik liðsins.

„Við vorum ekki nógu kraftmiklir í okkar hlaupum og gékk ílla að stjórna boltanum og gékk ekki alveg nógu vel að búa til færi, en þetta er svona grannaslagur og vissum alltaf að það yrði erfitt að búa til færi og þetta myndi kannski ráðast á fyrsta markinu og við erum bara pirraðir."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner