sun 16. maí 2021 12:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Palace lagði Aston Villa í stórskemmtilegum leik
Mitchell skoraði og lagði upp í dag.
Mitchell skoraði og lagði upp í dag.
Mynd: EPA
Níunda mark Benteke í deildinni
Níunda mark Benteke í deildinni
Mynd: EPA
Crystal Palace 3 - 2 Aston Villa
0-1 John McGinn ('17 )
1-1 Christian Benteke ('32 )
1-2 Anwar El Ghazi ('34 )
2-2 Wilfred Zaha ('75 )
3-2 Tyrick Mitchell ('84 )

Crystal Palace vann 3-2 sigur gegn Aston Villa í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Staðan var 1-2 fyrir gestunum frá Birmingham í leikhléi en Mörk á síðasta korterinu tryggði heimamönnum sigur.

John McGinn kom Villa yfir á 17. mínúut, Christian Benteke jafnaði á 32. mínútu en Anwar El Ghazi sá til þess að Villa væri yfir í hálfleik.

Wilfred Zaha jafnaði leikinn á 75. mínútu og Tyrick Mitchell skoraði svo sigurmarkið á 84. mínútu. Mitchell hafði lagt upp markið fyrir Benteke. Mark Zaha hefur á nokkrum stöðum verið skráð sem sjálfsmark hjá Ahmed Elmohamady, varnarmanni Aston Villa.

Crystal Palace átti 24 tilraunir í átt að marki Aston Villa og Villa átti 20 tilraunir í átt að marki Palace.

Jack Grealish byrjaði á bekknum hjá Aston Villa en lék síðustu 26 mínúturnar. Jack Butland varði mark Crystal Palace en hann lék síðast í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.

Aston Villa er í 11. sæti með 49 stig en Palace er með 44 í 13. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner