Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 16. maí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var svekktur eftir að hafa tapað 1-0 fyrir KR á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Manni líður aldrei vel eftir að hafa tapað. Mér fannst við sýna góðan leik og settum KR undir heilmikla pressu hér í seinni hálfleik. Sköpuðum okkur fín færi í fyrri hálfleik, við áttum skot í stöng og markmaðurinn þeirra kemur út úr teignum og strauar mannin hjá okkur spurning hvort það hefði átt að vera rautt spjald. Við fengum flott færi í þessum leik og Beitir hélt þeim inn í leiknum fannst mér. Þannig ég er stoltur af mínum strákum og leiknum okkar, spiluðum agaðan leik. Vorum fljótir fram á við og sköpuðum fullt af færum en það dugaði ekki til.

Keflavík átti nokkur færi til að skora þó það tókst ekki þá var ýmislegt jákvætt í þeirra leik?

„Algjörlega, þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem við sýnum góða frammistöðu. Við þurfum bara að byggja ofan á það. Maður fær ekki alltaf úrstlin, deildin er feikna sterk og allt erfiðir leikir og við þurfum bara að mæta tvíefldir í næsta leik."

Beitir Ólafsson fær gult spjald um miðjan fyrri hálfleik en hefði ekki alveg verið hægt að hafa annan lit á því spjaldi?

„Já mér finnst það. Mér finnst vera fullur ásetningu í að taka manninn okkar niður, hann strauar hann og okkar maður var sloppinn einn í gegn og það var bara opið mark þannig að ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu. Auðvitað á maður síðan eftir að sjá þetta aftur í sjónvarpinu."

Magnús Þór Magnússon fer af velli eftir 17 mínútur vegna veikinda hvernig stendur á því?

„Hann var slappur fyrir leikinn og leið illa í maganum. Hann treysti sér ekki í meira en þessar 15 mínútur, bað um skiptingu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir