Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   mán 16. maí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var svekktur eftir að hafa tapað 1-0 fyrir KR á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Manni líður aldrei vel eftir að hafa tapað. Mér fannst við sýna góðan leik og settum KR undir heilmikla pressu hér í seinni hálfleik. Sköpuðum okkur fín færi í fyrri hálfleik, við áttum skot í stöng og markmaðurinn þeirra kemur út úr teignum og strauar mannin hjá okkur spurning hvort það hefði átt að vera rautt spjald. Við fengum flott færi í þessum leik og Beitir hélt þeim inn í leiknum fannst mér. Þannig ég er stoltur af mínum strákum og leiknum okkar, spiluðum agaðan leik. Vorum fljótir fram á við og sköpuðum fullt af færum en það dugaði ekki til.

Keflavík átti nokkur færi til að skora þó það tókst ekki þá var ýmislegt jákvætt í þeirra leik?

„Algjörlega, þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem við sýnum góða frammistöðu. Við þurfum bara að byggja ofan á það. Maður fær ekki alltaf úrstlin, deildin er feikna sterk og allt erfiðir leikir og við þurfum bara að mæta tvíefldir í næsta leik."

Beitir Ólafsson fær gult spjald um miðjan fyrri hálfleik en hefði ekki alveg verið hægt að hafa annan lit á því spjaldi?

„Já mér finnst það. Mér finnst vera fullur ásetningu í að taka manninn okkar niður, hann strauar hann og okkar maður var sloppinn einn í gegn og það var bara opið mark þannig að ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu. Auðvitað á maður síðan eftir að sjá þetta aftur í sjónvarpinu."

Magnús Þór Magnússon fer af velli eftir 17 mínútur vegna veikinda hvernig stendur á því?

„Hann var slappur fyrir leikinn og leið illa í maganum. Hann treysti sér ekki í meira en þessar 15 mínútur, bað um skiptingu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner