Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 16. maí 2022 22:15
Haraldur Örn Haraldsson
Siggi Raggi: Ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var svekktur eftir að hafa tapað 1-0 fyrir KR á útivelli í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Keflavík

„Manni líður aldrei vel eftir að hafa tapað. Mér fannst við sýna góðan leik og settum KR undir heilmikla pressu hér í seinni hálfleik. Sköpuðum okkur fín færi í fyrri hálfleik, við áttum skot í stöng og markmaðurinn þeirra kemur út úr teignum og strauar mannin hjá okkur spurning hvort það hefði átt að vera rautt spjald. Við fengum flott færi í þessum leik og Beitir hélt þeim inn í leiknum fannst mér. Þannig ég er stoltur af mínum strákum og leiknum okkar, spiluðum agaðan leik. Vorum fljótir fram á við og sköpuðum fullt af færum en það dugaði ekki til.

Keflavík átti nokkur færi til að skora þó það tókst ekki þá var ýmislegt jákvætt í þeirra leik?

„Algjörlega, þetta er fjórði leikurinn í röð þar sem við sýnum góða frammistöðu. Við þurfum bara að byggja ofan á það. Maður fær ekki alltaf úrstlin, deildin er feikna sterk og allt erfiðir leikir og við þurfum bara að mæta tvíefldir í næsta leik."

Beitir Ólafsson fær gult spjald um miðjan fyrri hálfleik en hefði ekki alveg verið hægt að hafa annan lit á því spjaldi?

„Já mér finnst það. Mér finnst vera fullur ásetningu í að taka manninn okkar niður, hann strauar hann og okkar maður var sloppinn einn í gegn og það var bara opið mark þannig að ég hefði alltaf viljað sjá annan lit á spjaldinu. Auðvitað á maður síðan eftir að sjá þetta aftur í sjónvarpinu."

Magnús Þór Magnússon fer af velli eftir 17 mínútur vegna veikinda hvernig stendur á því?

„Hann var slappur fyrir leikinn og leið illa í maganum. Hann treysti sér ekki í meira en þessar 15 mínútur, bað um skiptingu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner