Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mið 16. júní 2021 20:50
Brynjar Óli Ágústsson
Brynjar Björn: Vorum undir í öllu saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Keflavík og HK fór fram á HS Orku völlinum. HK-ingar voru betra liðið í leiknum þangað til Keflavík skoraði fyrsta markið. HK tapaði leiknum 0-2 að lokum. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var svekktur yfir niðurstöðu leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 HK

„Eftir 90 mínútur vorum við undir í baráttunni og undir í leiknum í flestum þáttum. Í þessum aðstæðum í dag var það barátta um fyrsta og annan bolta, við vorum undir í því,'' segir Brynjar Björn.

„Við fáum mark á okkur úr aukaspyrnu sem fer af veggnum og lekur í markið. Aukaspyrna, ekki aukaspyrna, það er líka spurningarmerki. Svo í seinni hálfleik vorum við aldrei líklegir að jafna leikinn finnst mér. Á 90 mínútum þá finnst mér við ekki eiga neitt skilið.''

Brynjar var spurður út í heilsu Leif Andra Leifssonar, sem hefur lítið spilað í upphafi móts.

„Hann er búinn að vera meiddur aðeins í vetur. Hann fór í aðgerð fyrir einhverjum tíma síðan og er enn að jafna sig af því. Hann er búinn að missa mikið en það er ljóst að hann þarf að spila næsta leik,'' svarar Brynjar

Spurt var um hvort vindurinn í Keflavík hafði áhrif á leikinn.

„Þetta var ekki það mikill vindur. Við höfum alveg séð meira hérna þannig þetta hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Þú þarft enn að spila boltanum á jörðinni og vindurinn hefur minnst áhrif á hann þar.''

„Það verður erfiður leikur á Stjörnuvellinum og verður barátta um stig. Við verðum klárir í það!''

Það er hægt að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner