Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 16. júní 2021 20:50
Brynjar Óli Ágústsson
Brynjar Björn: Vorum undir í öllu saman
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Keflavík og HK fór fram á HS Orku völlinum. HK-ingar voru betra liðið í leiknum þangað til Keflavík skoraði fyrsta markið. HK tapaði leiknum 0-2 að lokum. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var svekktur yfir niðurstöðu leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 HK

„Eftir 90 mínútur vorum við undir í baráttunni og undir í leiknum í flestum þáttum. Í þessum aðstæðum í dag var það barátta um fyrsta og annan bolta, við vorum undir í því,'' segir Brynjar Björn.

„Við fáum mark á okkur úr aukaspyrnu sem fer af veggnum og lekur í markið. Aukaspyrna, ekki aukaspyrna, það er líka spurningarmerki. Svo í seinni hálfleik vorum við aldrei líklegir að jafna leikinn finnst mér. Á 90 mínútum þá finnst mér við ekki eiga neitt skilið.''

Brynjar var spurður út í heilsu Leif Andra Leifssonar, sem hefur lítið spilað í upphafi móts.

„Hann er búinn að vera meiddur aðeins í vetur. Hann fór í aðgerð fyrir einhverjum tíma síðan og er enn að jafna sig af því. Hann er búinn að missa mikið en það er ljóst að hann þarf að spila næsta leik,'' svarar Brynjar

Spurt var um hvort vindurinn í Keflavík hafði áhrif á leikinn.

„Þetta var ekki það mikill vindur. Við höfum alveg séð meira hérna þannig þetta hafði ekki mikil áhrif á leikinn. Þú þarft enn að spila boltanum á jörðinni og vindurinn hefur minnst áhrif á hann þar.''

„Það verður erfiður leikur á Stjörnuvellinum og verður barátta um stig. Við verðum klárir í það!''

Það er hægt að horfa á allt viðtalið fyrir ofan
Athugasemdir
banner