Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   mið 16. júní 2021 22:47
Matthías Freyr Matthíasson
Davíð Þór: Við erum í vandræðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH var ósáttur við jafnteflið á móti Stjörnunni í kvöld.

„Við ætluðum að ná í þrjú stig hér í kvöld en við erum í vandræðum og það þýðir ekkert að fara í einhverjar grafgötur með það að við erum ekki að ná okkur á strik og ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég er bara svekktur."

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Stjarnan

„Það er ekkert lið hugsa ég sem leggur upp með það að ná ekki sigri í fjórum leikjum í röð. En við erum í brekku en það er ekkert annað að gera en að halda áfram og reyna að átta sig á því hvað er ekki að virka og hvað við þurfum að gera til að komast á beinu brautina.

Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur og þá er ég viss um að með öll þessi gæði sem við erum með að þá komumst við út úr þessu en það krefst þess að við leggjum ennþá harðar að okkur en við erum að gera í dag."


Er óeðlilegt að það heyrast vangaveltur þess efnis að það þurfi að koma til breytingar í þjálfarateyminu?

,Nei, nei það er ekkert óeðlilegt. Ég meina FH er félag sem er búið að vera mjög sigursælt undanfarna áratugi og mikill metnaður hérna og við erum með frábært lið en nei nei það er ekkert óeðlilegt en ég get ekkert verið að pæla of mikið í því."
Athugasemdir