Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   fim 16. júní 2022 23:39
Sverrir Örn Einarsson
Sigurvin: Sama sagan og er orðið mjög þreytt
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það er alltaf sama sagan og er orðið mjög þreytt að fá hrós fyrir einhverja góða frammistöðu. En að enda með núll stig er bara mjög sárt.“ Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari KV eftir 2-1 tap hans manna gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 KV

KV sem lék á köflum í leiknum vel fékk á sig klaufalegt mark í upphafi síðari hálfleiks sem á endanum reyndist skilja á milli liðanna í kvöld. Sigurvin ræddi það atvik.

„Já það var klaufalegt en ég held að boltinn hafi skoppað yfir fótinn á varnarmanninum og var mjög óheppilegt og mjög dýrt eins og við höfum verið að upplifa svolítið í þessari deild. Við höfum verið að fá á okkur nokkur óheppileg mörk.“

Gengi KV hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er sumri og stigasöfnun gengið illa. Hefur verið erfiðara fyrir Sigurvin að blása mönnum baráttuanda í brjóst eftir því sem á mótið hefur liðið?

„Ég hélt að það yrði erfiðara. Til dæmis núna eru menn inn í klefa upplitsdjarfir og stórir þrátt fyrir þetta. Það sem menn taka með sér eins lengi og það lifir er að vera hérna á heimavelli Grindavíkur í grindvísku veðri og að spila við þessar aðstæður á móti liði sem er með reynt lið í fyrstu og úrvalsdeild og þetta er bara leikur í járnum og við spilum þá sundur og saman seinni partinn í leiknum.“

Sagði Sigurvin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner