Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Hjulmand: Tókum fótinn af bensíngjöfinni
Mynd: EPA
Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Danmerkur, var svekktur eftir 1-1 jafntefli gegn Slóveníu í fyrstu umferð Evrópumótsins.

Leikurinn fór fram í dag og tóku Danir forystuna í fyrri hálfleik en Slóvenum tókst að jafna í þeim síðari.

Danir voru talsvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en svo var seinni hálfleikurinn nokkuð jafn.

„Við þurftum að sigra þennan leik svo þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur. Við sköpuðum ekki nægilega mikið, það er eins og við höfum tekið fótinn af bensíngjöfinni. Þegar við sköpuðum okkur svo gott færi til að fara í 2-0 þá klúðruðum við. Við getum sjálfum okkur um kennt," sagði Hjulmand við danska ríkissjónvarpið eftir leik.

„Það er eins og við höfum hætt að spila til að sigra, við vorum orðnir alltof passívir og hleyptum andstæðingunum aftur inn í leikinn eftir að hafa verið með góða stjórn á þessu. Þetta er synd. Við áttum að reyna að skora annað mark en gerðum það ekki."

Christian Eriksen skoraði eina mark Dana í leiknum og gæti hann reynst mikilvægur í næstu leikjum liðsins - gegn Englandi og Serbíu.
Athugasemdir
banner