29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 16. júlí 2021 20:46
Anton Freyr Jónsson
Bjössi Hreiðars: Einhver lið hefðu brotnað
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir leik í kvöld.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Þór mættust í kvöld í Grindavík í Lengjudeild karla. Gestirnir frá Akureyri komust í 2-0 forskot en Grindavík sýndi karakter og kom til baka og náðu að jafna leikinn og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.

„Við grófum okkur gröf hérna í leiknum sem var tæp. Við lendum hérna 2-0 undir með algjörum óþarfa mörkum og komum inn í seinni hálfleikinn og það var flott að koma til baka. Ég var ánægður með strákana, við reyndum hvað við gátum að skora 3-2 markið en það gékk ekki eftir og við þurfum að bíta í það súra epli að taka eitt stig."

Grindavík sýndi karakter að koma til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en Grindvíkingar gáfu Þórsurum annað markið sérstaklega á silfurfati.

„Já, en einhver lið hefðu brotnað við þetta en við gerðum það ekki og erum inn í leiknum, náum að skora gott mark og jöfnum svo og nóg eftir þannig við erum bara ánægðir með karakterinn þannig lagað. Mér fannst þessi leikur þannig lagað fínn hjá okkur."

Grindvíkingar hafa gert fimm jafntefli í deildinni í röð.

„Nei, ég er efins um að einhver þjálfari sem vill ekki vinna leiki en við bara erum ekki að gera nóg til að vinna þá og það er því miður og við þurfum að gera aðeins meira."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner