Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 16. júlí 2021 20:46
Anton Freyr Jónsson
Bjössi Hreiðars: Einhver lið hefðu brotnað
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir leik í kvöld.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur var svekktur eftir leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík og Þór mættust í kvöld í Grindavík í Lengjudeild karla. Gestirnir frá Akureyri komust í 2-0 forskot en Grindavík sýndi karakter og kom til baka og náðu að jafna leikinn og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.

„Við grófum okkur gröf hérna í leiknum sem var tæp. Við lendum hérna 2-0 undir með algjörum óþarfa mörkum og komum inn í seinni hálfleikinn og það var flott að koma til baka. Ég var ánægður með strákana, við reyndum hvað við gátum að skora 3-2 markið en það gékk ekki eftir og við þurfum að bíta í það súra epli að taka eitt stig."

Grindavík sýndi karakter að koma til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en Grindvíkingar gáfu Þórsurum annað markið sérstaklega á silfurfati.

„Já, en einhver lið hefðu brotnað við þetta en við gerðum það ekki og erum inn í leiknum, náum að skora gott mark og jöfnum svo og nóg eftir þannig við erum bara ánægðir með karakterinn þannig lagað. Mér fannst þessi leikur þannig lagað fínn hjá okkur."

Grindvíkingar hafa gert fimm jafntefli í deildinni í röð.

„Nei, ég er efins um að einhver þjálfari sem vill ekki vinna leiki en við bara erum ekki að gera nóg til að vinna þá og það er því miður og við þurfum að gera aðeins meira."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner