lau 16. júlí 2022 17:07
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Njarðvík að stinga af - Ólafur Darri með sýningu fyrir austan
Kenneth Hogg gerði bæði mörk Njarðvíkur
Kenneth Hogg gerði bæði mörk Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar fóru illa að ráði sínu í dag
Þróttarar fóru illa að ráði sínu í dag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Haukar unnu KFA 5-1
Haukar unnu KFA 5-1
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Njarðvík er með átta stiga forystu í efsta sæti 2. deildar karla eftir 2-1 sigur á Magna á Grenivík. Þróttur R. missteig sig á meðan gegn Hetti/Hugin en Þróttur var með tveggja marka forystu þegar lítið var eftir en gestirnir jöfnuðu og lokatölur þar 3-3.

Kenneth Hogg skoraði bæði mörk Njarðvíkur gegn Magna. Hogg gerði fyrsta markið á 22. mínútu áður en Kristófer Óskar Óskarsson jafnaði á 58. mínútu.

Njarðvíkingar hafa verið seigir að loka leikjum hingað til og var engin breyting á því í dag. Hogg gerði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok og er Njarðvík nú með 34 stig á toppnum, átta stigum á undan Þrótti.

Þróttarar fóru illa að ráði sínu gegn Hetti/Hugin í Laugardalnum en þeim leik lauk með 3-3 jafntefli.

Baldur Hannes Stefánsson og Kostiantyn Iaroshenko komu Þrótturum í 2-0 á fyrstu átján mínútum áður en Matheus Bettio Gotler minnkaði muninn sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Eiríkur Þorsteinsson Blöndal virtist hafa gert út um leikinn fyrir Þrótt á 84. mínútu er hann kom liðinu í 3-1, en svo var ekki og náði Björgvin Stefán Pétursson að gera annað mark gestanna á 88. mínútu áður en Heiðar Logi Jónsson jafnaði metin seint í uppbótartíma.

Svekkjandi úrslit fyrir Þrótt sem er í 2. sæti með 26 stig en Höttur/Huginn í 10. sæti með 10 stig.

Reynir Sandgerði og Völsungur gerðu 1-1 jafntefli. Sæþór Ívan Viðarsson gerði mark Reynis á 22. mínútu en það var Tomas Salamanavicius sem sá til þess að Völsungur fengi að minnsta kosti stig út úr leiknum. Reynir er á fram á botninum með 5 stig en Völsungur í 4. sæti með 19 stig.

Ólafur Darri Sigurjónsson skoraði þrennu fyrir Hauka sem vann KFA 5-1. Abdul Karim Mansaray kom KFA yfir á 8. mínútu en liðið sá ekki til sólar eftir það. Ólafur Darri skoraði tvö mörk á sjö mínútum áður en Máni Mar Steinbjörnsson gerði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks.

Ólafur fullkomnaði þrennu sína á 74. mínútu með marki úr víti og Kristján Ólafsson rak svo síðasta naglann í kistu KFA. Lokatölur 5-1 fyrir Hauka sem eru í 5. sæti með 19 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Reynir S. 1 - 1 Völsungur
1-0 Sæþór Ívan Viðarsson ('12 )
1-1 Tomas Salamanavicius ('63 )

Þróttur R. 3 - 3 Höttur/Huginn
1-0 Baldur Hannes Stefánsson ('6 )
2-0 Kostiantyn Iaroshenko ('18 )
2-1 Matheus Bettio Gotler ('38 )
3-1 Eiríkur Þorsteinsson Blöndal ('84 )
3-2 Björgvin Stefán Pétursson ('88 )
3-3 Heiðar Logi Jónsson ('90 )

KFA 1 - 5 Haukar
1-0 Abdul Karim Mansaray ('8 )
1-1 Ólafur Darri Sigurjónsson ('10 )
1-2 Ólafur Darri Sigurjónsson ('17 )
1-3 Máni Mar Steinbjörnsson ('39 )
1-4 Ólafur Darri Sigurjónsson ('74 , Mark úr víti)
1-5 Kristján Ólafsson ('90 )

Magni 1 - 2 Njarðvík
0-1 Kenneth Hogg ('22 )
1-1 Kristófer Óskar Óskarsson ('58 )
1-2 Kenneth Hogg ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner