Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 16. júlí 2024 11:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Fengið mjög lítið af tækifærum en sýndi hversu „ógeðslega góður" hann er
Jóhann Ægir sneri til baka eftir erfið meiðsli
Lét vaða.
Lét vaða.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Vel fagnað.
Vel fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jóhann Ægir sneri aftur.
Jóhann Ægir sneri aftur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bjarni Guðjón er tvítugur miðjumaður sem Valur keypti af Þór síðasta sumar.
Bjarni Guðjón er tvítugur miðjumaður sem Valur keypti af Þór síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH-ingar gátu glaðst yfir nokkrum hlutum í gær þegar liðið vann HK í Bestu deildinni. FH er komið upp í 4. sæti deildarinnar.

Tveir varamenn liðsins náðu að merkilegum áföngum í gær. Jóhann Ægir Arnarsson sem leysti af meiddan Ástbjörn Þórðarson var að spila sinn fyrsta deildarleik eftir krossbandsslit síðasta sumar.

Þá var Bjarni Guðjón Brynjólfsson að skora sitt fyrsta mark í efstu deild en lánsmaðurinn hefur ekki verið stór hluti af liði FH það sem af er tímabili. Þórsarinn kom til félagsins á láni frá Val á lokadegi félagasskiptagluggans og hefur lítið spilað til þessa. Hann skoraði með skoti fyrir utan teig í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 HK

„Ég var ánægður með þá sem komu inn á. Jóhann Ægir, Gyrðir, Vuk og Bjarni stóðu sig allir vel og hjálpuðu liðinu að landa þessum sigri. Það er það sem ég er svo ánægður með. Auðvitað er það þannig í fótbolta að menn eiga ekki að vera ánægðir á bekknum en þegar þeir fá tækifæri eiga þeir að koma inn á og hjálpa liðinu sem þeir gerðu," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, tjáði sig um Bjarna Guðjón í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Bjarni er búinn að æfa rosalega vel, kemur til okkar eftir að tímabilið er byrjað. Hann er svo sannarlega búinn að vinna fyrir þessu og tekur tekur tækifærið sitt vel. Hann er frábær fótboltamður, frábær drengur og það sást hvað allir samglöddust honum. Þetta var auðvitað mikilvægt mark fyrir okkur," sagði Kjartan.

Liðsfélagi Bjarna, Ísak Óli Ólafsson, tjáði sig um markið. „Ógeðslega sætt. Bjarni leggur sig alltaf 1000% fram á æfingum og hefur kannski ekki fengið þann spilatíma sem hann vildi. Geðveikur gæi og þvílíkur leikmaður. Það sást í dag hvað hann er ógeðslega góður. Sætt fyrir okkur og stórt fyrir hann að hann setti mark sitt á leikinn."

Bjarni var sjálfur í viðtali við Vísi eftir leikinn.

„Ég fékk boltann á D-boganum, náði fínni fyrstu snertingu og ég skaut á markið og boltinn fór í netið. Það var fínt fyrir mig að ná þessu. Ég var glaður að boltinn hafi farið í netið og ég ætlaði ekkert að fagna neitt rosalega en strákarnir mönuðu mig upp í það.“

„Mér finnst ég hafa fengið mjög lítið af tækifærum en ég er í góðum samskiptum við Heimi og þjálfarateymið og ég er að vinna mig inn í þetta,“
sagði Bjarni Guðjón við Andra Má Eggertsson. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.



Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Athugasemdir
banner
banner
banner