Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   þri 16. júlí 2024 18:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sosnowiec
Ítrekað sýnt þann sem þau halda að sé þjálfari Íslands
Icelandair
Þorvaldur og Þorsteinn á æfingu landsliðsins á dögunum.
Þorvaldur og Þorsteinn á æfingu landsliðsins á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur átt sér stað frekar fyndinn misskilningur í útsendingu pólska sjónvarpsins frá leik Póllands og Íslands í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Þau sem stjórna útsendingunni frá leiknum hafa verið dugleg að sýna það sem þau halda að sé landsliðsþjálfari Íslands.

Þau hafa hins vegar ekki verið að sýna réttan mann. Þorvaldur Ingimundarson, starfsmaður KSÍ, hefur verið mikið í mynd og einu sinni í útsendingunni var hann titlaður sem „landsliðsþjálfari Íslands".

Þorsteinn Halldórsson er auðvitað landsliðsþjálfari Íslands en það fer greinilega eitthvað minna fyrir honum en Þorvaldi á hliðarlínunni.

Þorvaldur starfaði lengi sem mikilvægur starfsmaður KSÍ í kringum kvennalandsliðið áður en hann hætti störfum 2022. Hann er að aðstoða liðið í þessu eina verkefni núna í júlí á meðan sambandið reynir að finna annan starfsmann í kringum liðið.

Okkar stelpur eru nú þegar komnar inn á mótið en þær eiga möguleika á því að vinna riðilinn með sigri í dag. Þær þurfa þó líka að treysta á það að Austurríki vinni eða geri jafntefli gegn Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner