Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man City vill tvöfalt hærri upphæð frá Al-Nassr
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City höfnuðu kauptilboði Al-Nassr í markvörðinn sinn Ederson sem hljóðaði upp á 30 milljónir evra, eða um 25 milljónir punda.

Man City svaraði beiðninni með að biðja um tvöfalda upphæð til að selja markvörðinn sinn. Félagið vill 60 milljónir evra, 50 milljónir punda, fyrir Ederson.

Al-Nassr ætlar ekki að verða við þessari beiðni, heldur ætlar félagið frekar að reyna við brasilíska markvörðinn Bento sem er 25 ára gamall og á tvo A-landsleiki að baki.

Hann leikur fyrir Athletico Paranaense í heimalandinu og á tvö og hálft ár eftir af samningi þar en mun þó reynast talsvert ódýrari heldur en Ederson.

Talið er að Al-Nassr geti fengið Bento fyrir um 20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner