Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fim 16. ágúst 2018 20:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Sturluð dramatík í sigri Breiðabliks
Breiðablik - Stjarnan í úrslitum
Blikar eru komnir í bikarúrslitaleikinn.
Blikar eru komnir í bikarúrslitaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Darri jafnaði fyrir Blika á síðustu stundu.
Brynjólfur Darri jafnaði fyrir Blika á síðustu stundu.
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik 2 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Gonzalo Zamorano Leon ('32 )
1-1 Thomas Mikkelsen ('67 )
1-2 Davíð Kristján Ólafsson ('105 , sjálfsmark)
2-2 Brynjólfur Darri Willumsson ('120)
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik er komið í úrslitaleik Mjólkurbikarsins eftir ótrúlega dramatík gegn Víkingi Ólafsvík á Kópavogsvelli í kvöld.

Blikar voru mikla meira með boltann til að byrja með og í leiknum heilt yfir, en Ólsarar komust yfir á 32. mínútu þegar Gonzalo Zamorano Leon skoraði eftir hornspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Inkasso-liði Ólsara og var hún þannig fram á 67. mínútu. Varnarleikur Ólsara hafði verið frábær, en hann klikkaði á um miðjan seinni hálfleikinn. Emmanuel Eli Keke, besti leikmaður Ólsara í sumar, gerðist þá sekur um slæm mistök og nýtti Thomas Mikkelsen sér þau, 1-1.

Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn og því var framlengt í Kópavoginum.

Sturluð dramatík
Blikar héldu áfram að stjórna leiknum í framlengingunni en rétt áður en Einar Ingi, dómari, flautaði til hálfleiks, þá komust Víkingar yfir. Markið var skrautlegt. „Svakalega slysalegt mark. Kwame Quee með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu. Davíð Kristján skallar boltann upp í loftið og rekst síðan á Gunnleif á meðan boltinn fer inn," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Það virtist allt stefna í sigur Víkings en þegar nokkrar sekúndur voru eftir þá jafnaði varamaður Brynjólfur Darri Willumsson, sem komið hafði inn á fyrir bróður sinn. Nacho Heras sleppti því að hreinsa í aðdragandanum og ákvað að reyna að sóla upp völlinn. Það reyndist hrikaleg ákvörðun. Ólsarar fengu líka nokkur færi til að skora áður en Brynjólfur jafnaði. Svekkjandi fyrir gestina.

Stórkostlegur leikur á Kópavogsvelli og dramatíkina vantaði svo sannarlega ekki.

Vítaspyrnukeppnin
1-0 Thomas Mikkelsen skoraði
1-1 Emir Dokara skoraði
1-1 Michael Newberry klúðraði
1-1 Davíð Kristján Ólafsson klúðraði
2-1 Arnór Gauti Ragnarsson skoraði
2-1 Nacho Heras klúðraði
2-2 Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði
3-2 Kolbeinn Þórðarson skoraði
4-2 Damir Muminovic skoraði

Breiðablik mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner