Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 16. ágúst 2021 21:56
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Ánægður með Skagamenn og verkefnið sem þeir lögðu fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég er auðvitað mjög sáttur með sigurinn og að mörgu leiti mjög sáttur með frammistöðuna ef undanskildar eru kannski fyrstu þrjár fjórar mínúturnar sagði ánægður Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 1 sigur á IA í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 ÍA

Já ég viðurkenni það alveg að eftir því sem tíminn leið að þá fór maður að óttast um að við næðum ekki inn þessu marki. Við komumst í fullt af góðum stöðum en náðum ekki að nýta okkur það. Skagamenn voru grimmir og duglegir og vel skipulagðir og gáfu sál sína í þennan leik. Það er ekki auðvelt að brjóta lið sem fer svona neðarlega og gerir það eins vel og Skaginn gerði.

Ég er ánægður með þolinmæðina sem við sýndum. Það hefði verið auðvelt að kýla langt og fara á taugum en mér fannst við ekki gera það. Sem skilaði sér í því að þeir fengu sárafáar sóknir. Því um leið og við hefðum farið að flýta okkur of mikið þá hefði skapast hætta af skyndisóknum, þeir eru með gæja eins og Gísla Laxdal sem er stórhættulegur á stóru svæði.

Ég er ánægður og ég er glaður og er lika bara ánægður með Skagamenn, verkefnið sem þeir lögðu á borð fyrir okkur var krefjandi


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum hér að ofan. Meðal annars um evrópuleikinn á móti Aberdeen og Jason Daða.
Athugasemdir
banner
banner
banner