Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 16. ágúst 2021 21:56
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Ánægður með Skagamenn og verkefnið sem þeir lögðu fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég er auðvitað mjög sáttur með sigurinn og að mörgu leiti mjög sáttur með frammistöðuna ef undanskildar eru kannski fyrstu þrjár fjórar mínúturnar sagði ánægður Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 1 sigur á IA í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 ÍA

Já ég viðurkenni það alveg að eftir því sem tíminn leið að þá fór maður að óttast um að við næðum ekki inn þessu marki. Við komumst í fullt af góðum stöðum en náðum ekki að nýta okkur það. Skagamenn voru grimmir og duglegir og vel skipulagðir og gáfu sál sína í þennan leik. Það er ekki auðvelt að brjóta lið sem fer svona neðarlega og gerir það eins vel og Skaginn gerði.

Ég er ánægður með þolinmæðina sem við sýndum. Það hefði verið auðvelt að kýla langt og fara á taugum en mér fannst við ekki gera það. Sem skilaði sér í því að þeir fengu sárafáar sóknir. Því um leið og við hefðum farið að flýta okkur of mikið þá hefði skapast hætta af skyndisóknum, þeir eru með gæja eins og Gísla Laxdal sem er stórhættulegur á stóru svæði.

Ég er ánægður og ég er glaður og er lika bara ánægður með Skagamenn, verkefnið sem þeir lögðu á borð fyrir okkur var krefjandi


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum hér að ofan. Meðal annars um evrópuleikinn á móti Aberdeen og Jason Daða.
Athugasemdir
banner
banner
banner