Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   mán 16. ágúst 2021 21:56
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar Hrafn: Ánægður með Skagamenn og verkefnið sem þeir lögðu fyrir okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég er auðvitað mjög sáttur með sigurinn og að mörgu leiti mjög sáttur með frammistöðuna ef undanskildar eru kannski fyrstu þrjár fjórar mínúturnar sagði ánægður Óskar Hrafn þjálfari Breiðabliks eftir 2 - 1 sigur á IA í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 ÍA

Já ég viðurkenni það alveg að eftir því sem tíminn leið að þá fór maður að óttast um að við næðum ekki inn þessu marki. Við komumst í fullt af góðum stöðum en náðum ekki að nýta okkur það. Skagamenn voru grimmir og duglegir og vel skipulagðir og gáfu sál sína í þennan leik. Það er ekki auðvelt að brjóta lið sem fer svona neðarlega og gerir það eins vel og Skaginn gerði.

Ég er ánægður með þolinmæðina sem við sýndum. Það hefði verið auðvelt að kýla langt og fara á taugum en mér fannst við ekki gera það. Sem skilaði sér í því að þeir fengu sárafáar sóknir. Því um leið og við hefðum farið að flýta okkur of mikið þá hefði skapast hætta af skyndisóknum, þeir eru með gæja eins og Gísla Laxdal sem er stórhættulegur á stóru svæði.

Ég er ánægður og ég er glaður og er lika bara ánægður með Skagamenn, verkefnið sem þeir lögðu á borð fyrir okkur var krefjandi


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í spilaranum hér að ofan. Meðal annars um evrópuleikinn á móti Aberdeen og Jason Daða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner