Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. ágúst 2022 13:29
Innkastið
„Gjörsamlega galið að skýrslan hafi ekki verið leiðrétt"
Lengjudeildin
Erlendur Eiríksson dómari bað ekki um að skýrsla sín yrði leiðrétt þrátt fyrir að hafa gert augljós mistök.
Erlendur Eiríksson dómari bað ekki um að skýrsla sín yrði leiðrétt þrátt fyrir að hafa gert augljós mistök.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Erlendur Eiríksson dómari rak rangan leikmann Þórs af velli í leik gegn Selfossi í Lengjudeildinni í síðustu viku. Hermann Helgi Rúnarsson var sendur saklaus upp í stúku í fyrri hálfleik þegar samherji hans Orri Sigurjónsson átti að fá brottvísunina.

Málið vakti talsverða fjölmiðlaumfjöllun og myndbandsupptaka sýndi greinilega að um mistök Erlends væri að ræða.

Þrátt fyrir það var skýrslan ekki leiðrétt og Hermann tók út leikbann í sigri Þórs gegn HK um helgina á meðan Orri spilaði allan leikinn. Í Innkastinu botna menn ekkert í því af hverju skýrslan hafi ekki verið leiðrétt og Orri látinn taka út bannið.

„Hermann Helgi er í banni í þessum leik eftir að hafa fengið ranglega rautt á 36. mínútu í leiknum á undan. Elli Eiríks (dómari) gerði þar svakalega kjánaleg mistök. Hermann missir af stærstum hluta leiksins gegn Selfossi þar sem hann fær rautt fyrir ekkert og missir svo af öðrum leik. Saklaus maðurinn," segir Elvar Geir Magnússon.

„Hvernig stendur á því, það er í raun gjörsamlega galið, að þessu hafi ekki verið breytt í skýrslunni. Orri (Sigurjónsson) átti að fá rauða spjaldið. Þetta var til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum. Af hverju lætur Erlendur Eiríksson ekki leiðrétta skýrslu sína? Þetta er stórskrítið, það á að vera svo auðvelt að breyta þessu."

Sæbjörn Steinke, sem er stuðningsmaður Þórs, var einnig í þættinum og tók undir það að þetta væri furðulegt mál.

„Allir sem vildu eru búnir að sjá þetta atvik, það var upptaka af þessu. Það var fjallað um þetta í Lengjudeildarmörkunum á Hringbraut og þar var sagt að Þórsarar hafi fengið svar frá dómaranefnd að það væri erfitt að breyta svona málum," segir Sæbjörn.

Hvorki Þór né dómarinn fóru fram á leiðréttingu
Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, sagði við Vísi í dag að ekkert erindi hefði borist til sín eða aga- og úrskurðanefndar KSÍ, frá Þórsurum eða öðrum aðilum, vegna málsins.

„Það kom ekkert erindi til mín eða aganefndar út af þessu máli, hvorki frá dómurum, eftirlitsmönnum eða Þór eða Selfossi," segir Haukur, sem sér um aga- og kærumál hjá KSÍ.

Sjá einnig:
Gerði ekkert af sér en er samt í banni
Innkastið - Hnífjafn toppslagur og ójafnt stríð
Athugasemdir
banner
banner
banner