Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 14. ágúst 2022 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gerði ekkert af sér en er samt í banni - „Stúkan í dag í boði KSÍ"
Lengjudeildin
Hermann Helgi Rúnarsson.
Hermann Helgi Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Hermann Helgi Rúnarsson situr núna upp í stúku og horfir á liðsfélaga sína í Þór spila á móti HK í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 HK

Hermann Helgi birtir mynd af sér í stúkunni og skrifar: „Stúkan í dag í boði KSÍ."

Það átti sér stað umtalað atvik þegar Selfoss og Þór áttust við í Lengjudeildinni í síðustu viku. Hermann Helgi fékk þar rauða spjaldið en hann gerði ekkert af sér.

Orri Sigurjónsson var sá sem var brotlegur, en Erlendur Eiríksson - dómari leiksins - gaf vitlausum manni spjaldið.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net sagði Hermann við Erlend að hann væri að gefa röngum manni spjald þegar hann ætlaði að reka Birgi Ómar Hlynsson af velli og urðu afleiðingarnar þær að Hermann sjálfur fékk rauða spjaldið.

Hermann fór í bann þar sem hann fékk rauða spjaldið, en hann gerði ekkert af sér og ætti því með réttu að vera að spila. Þessu var hins vegar ekki breytt eftir á og því er Hermann upp í stúku í dag.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið umtalaða á Selfossi - Rétt að gefa rautt?


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner