Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mið 16. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Þórðar sendir pillu: Umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan starfandi á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði, mikil vonbrigði," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Ólafsvíkinga, eftir tap gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Fyrsta spurningin sem Gaui fékk var út í markmannsvalið en Aron Elí Gíslason lék sinn fyrsta leik fyrir Ólafsvíkinga og Konráð Ragnarsson, sem hafði varið mark liðsins í undanförnum leikjum, sat á bekknum.

„Konni var meiddur. Hann hefur spilað meiddur í þrjá leiki - meiddist í vinnunni og hefur verið að drepast í lærinu. Hann finnur til í hverju sparki. Það var ekki hægt að taka þann séns að vöðvinn myndi rifna."

Ólafsvíkingar ákváðu að byrja með vindi í fyrri hálfleik. Hvers vegna?

„Það var ákvörðun sem var tekin og við héldum að það væri hægt að treysta veðrinu hér á Akureyri en það er greinilega ekki hægt að treysta neinu á Akureyri lengur."

Var annað sem Ólsarar voru að treysta á sem gekk ekki upp? „Við treystum á sanngjarna dómgæslu en fengum hana svo sannarlega ekki."

Hvað var það í dómgæslunni sem Gaui er ósáttur með? „T.d. markið. Boltinn er á ferð þegar aukaspyrnan er tekin, kolólöglegt mark. Líka ósáttur með meðferðina á Gonza í byrjun leiks. Hann er tekinn niður í skipti eftir skipti. Hann er tekinn gróflega niður þrisvar sinnum í fyrri hálfleik og engin refsing við því. Þegar þú tekur mann niður með ásetningi þá ber að refsa með gulu spjaldi - seinna gula spjaldið hefði átt að koma í fyrri hálfleik. Maðurinn sem braut þrisvar á Gonza í fyrri hálfleik fékk einu sinni tiltal. Dómgæsla með þessum hætti getur ekki verið eðlileg. Eins og Þórsararnir spila þá er það mjög sérstakt [að þeir fá ekki eitt gult spjald] og segir meira um starfsmann leiksins heldur en nokkuð annað. Það er umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan mann starfandi á vellinum því hann er ekki boðlegur deildinni. Deildin er skemmtileg þetta er hörku fótbltadeild og við þurfum að fá góða fagmenn til að stýra leikjunum en í dag brást það algjörlega."

Það var hvöss sunnanátt á Þórsvelli í dag og sagði Guðjón að veðrið hefði versnað þegar leið á daginn. Guðjón segir að við fyrstu sýn hafi Aron Elí átt að gera betur í marki Þórsara en hann var svekktari út í að aukaspyrnan hafi verið tekin og engin athugasemd sett út á hreyfingu boltans. Gaui segir það ósanngjarnt að Ólsarar hafi tapað í dag og sagði hann að lokum að hann hefði sætt sig við eitt stig úr leiknum.

Viðtalið í heild sinni má sjá og hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir