Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 16. september 2020 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gaui Þórðar sendir pillu: Umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan starfandi á vellinum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Gaui var svekktur að Sveinn Elías Jónsson hafi ekki fengið gult spjald fyrir brot á Gonza.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vonbrigði, mikil vonbrigði," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Ólafsvíkinga, eftir tap gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  0 Víkingur Ó.

Fyrsta spurningin sem Gaui fékk var út í markmannsvalið en Aron Elí Gíslason lék sinn fyrsta leik fyrir Ólafsvíkinga og Konráð Ragnarsson, sem hafði varið mark liðsins í undanförnum leikjum, sat á bekknum.

„Konni var meiddur. Hann hefur spilað meiddur í þrjá leiki - meiddist í vinnunni og hefur verið að drepast í lærinu. Hann finnur til í hverju sparki. Það var ekki hægt að taka þann séns að vöðvinn myndi rifna."

Ólafsvíkingar ákváðu að byrja með vindi í fyrri hálfleik. Hvers vegna?

„Það var ákvörðun sem var tekin og við héldum að það væri hægt að treysta veðrinu hér á Akureyri en það er greinilega ekki hægt að treysta neinu á Akureyri lengur."

Var annað sem Ólsarar voru að treysta á sem gekk ekki upp? „Við treystum á sanngjarna dómgæslu en fengum hana svo sannarlega ekki."

Hvað var það í dómgæslunni sem Gaui er ósáttur með? „T.d. markið. Boltinn er á ferð þegar aukaspyrnan er tekin, kolólöglegt mark. Líka ósáttur með meðferðina á Gonza í byrjun leiks. Hann er tekinn niður í skipti eftir skipti. Hann er tekinn gróflega niður þrisvar sinnum í fyrri hálfleik og engin refsing við því. Þegar þú tekur mann niður með ásetningi þá ber að refsa með gulu spjaldi - seinna gula spjaldið hefði átt að koma í fyrri hálfleik. Maðurinn sem braut þrisvar á Gonza í fyrri hálfleik fékk einu sinni tiltal. Dómgæsla með þessum hætti getur ekki verið eðlileg. Eins og Þórsararnir spila þá er það mjög sérstakt [að þeir fá ekki eitt gult spjald] og segir meira um starfsmann leiksins heldur en nokkuð annað. Það er umhugsunarefni fyrir KSÍ að hafa menn eins og þennan mann starfandi á vellinum því hann er ekki boðlegur deildinni. Deildin er skemmtileg þetta er hörku fótbltadeild og við þurfum að fá góða fagmenn til að stýra leikjunum en í dag brást það algjörlega."

Það var hvöss sunnanátt á Þórsvelli í dag og sagði Guðjón að veðrið hefði versnað þegar leið á daginn. Guðjón segir að við fyrstu sýn hafi Aron Elí átt að gera betur í marki Þórsara en hann var svekktari út í að aukaspyrnan hafi verið tekin og engin athugasemd sett út á hreyfingu boltans. Gaui segir það ósanngjarnt að Ólsarar hafi tapað í dag og sagði hann að lokum að hann hefði sætt sig við eitt stig úr leiknum.

Viðtalið í heild sinni má sjá og hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner