Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 16. september 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milos fer alls ekkert frábærlega af stað hjá Rauðu Stjörnunni
Mynd: Raggi Óla
Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, var ráðinn stjóri Rauðu Stjörnunnar í síðasta mánuði þegar Dejan Stankovic sagði starfi sínu lausu.

Milos tók við sænsku meisturunum í Malmö eftir tímabilið 2021 en var rekinn í lok júlí.

Rauða Stjarnan hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel undir stjórn Milosar. Liðið vann fyrsta leikinn undir hans stjórn, gegn Javor daginn eftir að Milos var ráðinn.

Í kjölfarið gerði liðið jafntefli við erkifjendurna í Partizan og svo óvænt jafntefli við TSC Backa Topola. Næst mætti liðið Mónakó í riðlakeppninni í Evrópudeildinni og tapaðist sá leikur á heimavelli.

Liðið harkaði út sigur gegn Novi Pavar í síðasta deildarleik en tapaði svo í gær gegn Trabzonspor í Evrópudeildinni.

Fjölmiðlamaðurinn Sam Street tjáði sig undir færslu þar sem vakin var athygli á erfiðri byrjun Rauðu Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Þrátt fyrir slæma byrjun í Evrópudeildinni er Rauða Stjarnan á toppnum í serbnesku deildinni.

„Væri ekki á móti því að stjórinn væri rekinn núna. Ef þú getur eyðilagt sóknarleikinn á þremur vikum þá er erfitt að sjá hlutina batna. Lokatölurnar lugu, leikurinn var nær því að vera 4-0 (fyrir Trabzonspor) leikur en 2-1."


Athugasemdir
banner
banner