Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, var ráðinn stjóri Rauðu Stjörnunnar í síðasta mánuði þegar Dejan Stankovic sagði starfi sínu lausu.
Milos tók við sænsku meisturunum í Malmö eftir tímabilið 2021 en var rekinn í lok júlí.
Milos tók við sænsku meisturunum í Malmö eftir tímabilið 2021 en var rekinn í lok júlí.
Rauða Stjarnan hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel undir stjórn Milosar. Liðið vann fyrsta leikinn undir hans stjórn, gegn Javor daginn eftir að Milos var ráðinn.
Í kjölfarið gerði liðið jafntefli við erkifjendurna í Partizan og svo óvænt jafntefli við TSC Backa Topola. Næst mætti liðið Mónakó í riðlakeppninni í Evrópudeildinni og tapaðist sá leikur á heimavelli.
Liðið harkaði út sigur gegn Novi Pavar í síðasta deildarleik en tapaði svo í gær gegn Trabzonspor í Evrópudeildinni.
Fjölmiðlamaðurinn Sam Street tjáði sig undir færslu þar sem vakin var athygli á erfiðri byrjun Rauðu Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Þrátt fyrir slæma byrjun í Evrópudeildinni er Rauða Stjarnan á toppnum í serbnesku deildinni.
„Væri ekki á móti því að stjórinn væri rekinn núna. Ef þú getur eyðilagt sóknarleikinn á þremur vikum þá er erfitt að sjá hlutina batna. Lokatölurnar lugu, leikurinn var nær því að vera 4-0 (fyrir Trabzonspor) leikur en 2-1."
Wouldn't be against sacking the manager now.
— Sam Street (@samstreetwrites) September 15, 2022
If you can ruin the attack that badly in three weeks then it's hard to see how it's going to get better.
The scoreline lied, that match was closer to a 4-0 than a 2-1.
Athugasemdir