Víkingur Reykjavík er tvöfaldur meistari. Liðið lagði ÍA að velli í bikarúrslitaleik á Laugardalsvelli í dag, 3-0.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 3 Víkingur R.
Þetta er í ellefta sinn sem karlalið á Íslandi vinnur efstu deild og bikarmeistaratitilinn á sama tímabili, og í fyrsta sinn sem það gerist í tíu ár.
Þetta er jafnframt í fyrsta sinn þar sem Víkingur vinnur tvennuna. KR og ÍA hafa unnið tvennuna fjórum sinnum, Valur einu sinni og ÍBV einu sinni.
Virkilega flott afrek hjá Víkingum og frábært fyrir Kára Árnason og Sölva Geir Ottesen að enda sína ferla á þennan hátt. Klárlega besta liðið á Íslandi í dag.
Tvöfaldir meistarar:
KR, 1961
KR, 1963
Valur, 1976
ÍA, 1983
ÍA, 1984
ÍA, 1993
ÍA, 1996
ÍBV, 1998
KR, 1999
KR, 2011
Athugasemdir