Ólíklegt að Liverpool selji Robertson - City með augu á Trent Alexander-Arnold - Bobb frá City til Fulham
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 16. nóvember 2024 20:19
Anton Freyr Jónsson
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að ná í þessa þrjá punkta, þetta var ekki fallegt en við komum hingað til að sækja þrjá punkta og koma okkur í úrslitleik á Þriðjudaginn og það náðist." sagði Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn á Svartafjallalandi í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Við náðum ekki að spila jafn mikið og við gerðum ráð fyrir. Völllurinn var eins og hann var en við gerðum það besta úr þessu og kannski svona týpískur sigur í svona leik, barátta og við náðum að troða marki þarna, frábært hjá Orra og svo náðum við klára þetta alveg í lokin bara snilld."

„Völlurinn var erfiður. Hann var í raun verri en völlurinn sem við æfðum á í gær. Mér fannst boltinn skoppa svolítið mikið en það breytir engu við unnum leikinn."

Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörk Ísland í kvöld.Orri Steinn Óskarsson kom okkur yfir með marki eftir frábæran undirbúning

„Bara geggjað. Hann er búin að vera hrikalega góður upp á síðkastið og geggjað að hann hafi skorað og svo líka frábært fyrir Ísak að hafa náð að klára þetta fyrir okkur."

Varamennirnir komu inn á og áttu stóran þátt í þessum sigri í kvöld. Mikael Egill Ellertsson lagði upp fyrsta markið sem Orri Steinn skoraði og Ísak Bergmann Jóhannesson gulltryggði sigurinn með frábæru marki. 

„Þeir komu virkilega flottir inn á og við verðum að halda þessu áfram að allir eru klárir og það er bara snilld."

Orri Steinn Óskarsson fékk að lýta gult spjald fyrir að ýta leikmanni Svartfjallalands og minnti það Hafliða Breiðfjörð á Jón Dag Þorsteinsson í því mómenti. 

,,Hann getur verið errfiður stundum. Neinei, ég er að djóka."
Athugasemdir
banner