Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   lau 16. nóvember 2024 20:19
Anton Freyr Jónsson
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að ná í þessa þrjá punkta, þetta var ekki fallegt en við komum hingað til að sækja þrjá punkta og koma okkur í úrslitleik á Þriðjudaginn og það náðist." sagði Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn á Svartafjallalandi í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Við náðum ekki að spila jafn mikið og við gerðum ráð fyrir. Völllurinn var eins og hann var en við gerðum það besta úr þessu og kannski svona týpískur sigur í svona leik, barátta og við náðum að troða marki þarna, frábært hjá Orra og svo náðum við klára þetta alveg í lokin bara snilld."

„Völlurinn var erfiður. Hann var í raun verri en völlurinn sem við æfðum á í gær. Mér fannst boltinn skoppa svolítið mikið en það breytir engu við unnum leikinn."

Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörk Ísland í kvöld.Orri Steinn Óskarsson kom okkur yfir með marki eftir frábæran undirbúning

„Bara geggjað. Hann er búin að vera hrikalega góður upp á síðkastið og geggjað að hann hafi skorað og svo líka frábært fyrir Ísak að hafa náð að klára þetta fyrir okkur."

Varamennirnir komu inn á og áttu stóran þátt í þessum sigri í kvöld. Mikael Egill Ellertsson lagði upp fyrsta markið sem Orri Steinn skoraði og Ísak Bergmann Jóhannesson gulltryggði sigurinn með frábæru marki. 

„Þeir komu virkilega flottir inn á og við verðum að halda þessu áfram að allir eru klárir og það er bara snilld."

Orri Steinn Óskarsson fékk að lýta gult spjald fyrir að ýta leikmanni Svartfjallalands og minnti það Hafliða Breiðfjörð á Jón Dag Þorsteinsson í því mómenti. 

,,Hann getur verið errfiður stundum. Neinei, ég er að djóka."
Athugasemdir
banner