29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 16. nóvember 2024 20:19
Anton Freyr Jónsson
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að ná í þessa þrjá punkta, þetta var ekki fallegt en við komum hingað til að sækja þrjá punkta og koma okkur í úrslitleik á Þriðjudaginn og það náðist." sagði Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn á Svartafjallalandi í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Við náðum ekki að spila jafn mikið og við gerðum ráð fyrir. Völllurinn var eins og hann var en við gerðum það besta úr þessu og kannski svona týpískur sigur í svona leik, barátta og við náðum að troða marki þarna, frábært hjá Orra og svo náðum við klára þetta alveg í lokin bara snilld."

„Völlurinn var erfiður. Hann var í raun verri en völlurinn sem við æfðum á í gær. Mér fannst boltinn skoppa svolítið mikið en það breytir engu við unnum leikinn."

Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörk Ísland í kvöld.Orri Steinn Óskarsson kom okkur yfir með marki eftir frábæran undirbúning

„Bara geggjað. Hann er búin að vera hrikalega góður upp á síðkastið og geggjað að hann hafi skorað og svo líka frábært fyrir Ísak að hafa náð að klára þetta fyrir okkur."

Varamennirnir komu inn á og áttu stóran þátt í þessum sigri í kvöld. Mikael Egill Ellertsson lagði upp fyrsta markið sem Orri Steinn skoraði og Ísak Bergmann Jóhannesson gulltryggði sigurinn með frábæru marki. 

„Þeir komu virkilega flottir inn á og við verðum að halda þessu áfram að allir eru klárir og það er bara snilld."

Orri Steinn Óskarsson fékk að lýta gult spjald fyrir að ýta leikmanni Svartfjallalands og minnti það Hafliða Breiðfjörð á Jón Dag Þorsteinsson í því mómenti. 

,,Hann getur verið errfiður stundum. Neinei, ég er að djóka."
Athugasemdir
banner
banner
banner