Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   lau 16. nóvember 2024 20:19
Anton Freyr Jónsson
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að ná í þessa þrjá punkta, þetta var ekki fallegt en við komum hingað til að sækja þrjá punkta og koma okkur í úrslitleik á Þriðjudaginn og það náðist." sagði Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn á Svartafjallalandi í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Við náðum ekki að spila jafn mikið og við gerðum ráð fyrir. Völllurinn var eins og hann var en við gerðum það besta úr þessu og kannski svona týpískur sigur í svona leik, barátta og við náðum að troða marki þarna, frábært hjá Orra og svo náðum við klára þetta alveg í lokin bara snilld."

„Völlurinn var erfiður. Hann var í raun verri en völlurinn sem við æfðum á í gær. Mér fannst boltinn skoppa svolítið mikið en það breytir engu við unnum leikinn."

Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörk Ísland í kvöld.Orri Steinn Óskarsson kom okkur yfir með marki eftir frábæran undirbúning

„Bara geggjað. Hann er búin að vera hrikalega góður upp á síðkastið og geggjað að hann hafi skorað og svo líka frábært fyrir Ísak að hafa náð að klára þetta fyrir okkur."

Varamennirnir komu inn á og áttu stóran þátt í þessum sigri í kvöld. Mikael Egill Ellertsson lagði upp fyrsta markið sem Orri Steinn skoraði og Ísak Bergmann Jóhannesson gulltryggði sigurinn með frábæru marki. 

„Þeir komu virkilega flottir inn á og við verðum að halda þessu áfram að allir eru klárir og það er bara snilld."

Orri Steinn Óskarsson fékk að lýta gult spjald fyrir að ýta leikmanni Svartfjallalands og minnti það Hafliða Breiðfjörð á Jón Dag Þorsteinsson í því mómenti. 

,,Hann getur verið errfiður stundum. Neinei, ég er að djóka."
Athugasemdir
banner
banner