Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 16. nóvember 2024 20:19
Anton Freyr Jónsson
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Geggjað að ná í þessa þrjá punkta, þetta var ekki fallegt en við komum hingað til að sækja þrjá punkta og koma okkur í úrslitleik á Þriðjudaginn og það náðist." sagði Jón Dagur Þorsteinsson eftir sigurinn á Svartafjallalandi í Þjóðardeildinni. 


Lestu um leikinn: Svartfjallaland 0 -  2 Ísland

„Við náðum ekki að spila jafn mikið og við gerðum ráð fyrir. Völllurinn var eins og hann var en við gerðum það besta úr þessu og kannski svona týpískur sigur í svona leik, barátta og við náðum að troða marki þarna, frábært hjá Orra og svo náðum við klára þetta alveg í lokin bara snilld."

„Völlurinn var erfiður. Hann var í raun verri en völlurinn sem við æfðum á í gær. Mér fannst boltinn skoppa svolítið mikið en það breytir engu við unnum leikinn."

Orri Steinn Óskarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson skoruðu mörk Ísland í kvöld.Orri Steinn Óskarsson kom okkur yfir með marki eftir frábæran undirbúning

„Bara geggjað. Hann er búin að vera hrikalega góður upp á síðkastið og geggjað að hann hafi skorað og svo líka frábært fyrir Ísak að hafa náð að klára þetta fyrir okkur."

Varamennirnir komu inn á og áttu stóran þátt í þessum sigri í kvöld. Mikael Egill Ellertsson lagði upp fyrsta markið sem Orri Steinn skoraði og Ísak Bergmann Jóhannesson gulltryggði sigurinn með frábæru marki. 

„Þeir komu virkilega flottir inn á og við verðum að halda þessu áfram að allir eru klárir og það er bara snilld."

Orri Steinn Óskarsson fékk að lýta gult spjald fyrir að ýta leikmanni Svartfjallalands og minnti það Hafliða Breiðfjörð á Jón Dag Þorsteinsson í því mómenti. 

,,Hann getur verið errfiður stundum. Neinei, ég er að djóka."
Athugasemdir
banner