Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 17. janúar 2020 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Fótbolta.net mótið: HK verðskuldaði sigur gegn FH
Birnir Snær gerði glæsilegt sigurmark gegn FH.
Birnir Snær gerði glæsilegt sigurmark gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK 2 - 1 FH
1-0 Atli Arnarson ('42)
1-0 Bjarni Gunnarsson, misnotað víti ('63)
1-1 Kristján Ólafsson ('84)
2-1 Birnir Snær Ingason ('87)

HK mætti FH í A-deild Fótbolta.net mótsins og var 1-0 yfir í leikhlé eftir mark Atla Arnarsonar á 42. mínútu. Hann skoraði með föstu skoti utarlega í teignum.

HK komst nokkrum sinnum nálægt því að tvöfalda forystuna en inn vildi boltinn ekki. Bjarni Gunnarsson brenndi af vítaspyrnu í síðari hálfleik með að skjóta knettinum yfir markið.

Kristján Ólafsson, sonur Ólafs Helga Kristjánssonar þjálfara FH, var hættulegasti maður FH í leiknum og gerði jöfnunarmark á 84. mínútu.

Gleði Hafnfirðinga var þó skammlíf því Birnir Snær Ingason gerði glæsielgt sigurmark HK skömmu síðar.

HK er með þrjú stig eftir tvær umferðir en liðið steinlá gegn nágrönnum sínum í Breiðablik í fyrstu umferð. FH er með eitt stig eftir markalaust jafntefli við ÍBV í fyrstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner