Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 17. janúar 2022 13:30
Elvar Geir Magnússon
Handanovic fær samningstilboð þrátt fyrir komu Onana
Inter mun bjóða markverðinum Samir Handanovic nýjan samning þrátt fyrir að vera að fá kamerúnska landsliðsmarkvörðinn Andre Onana.

Onana hefur þegar farið í læknisskoðun hjá Ítalíumeisturunum og verður bráðlega kynntur sem nýr leikmaður þeirra.

Óvíst er þó hvort Onana verði fastamaður í markinu á næsta tímabili en La Gazzetta dello Sport segir að Inter vilji gera samning við Samir Handanovic um eitt til viðbótar.

Handanovic er 37 ára og stefnir Inter á að hann hjálpi Onana, sem er 25 ára, að aðlagast á fyrsta tímabili hjá Inter.

Handanovic átti nokkrar góðar vörslur í 0-0 jafntefli Inter gegn Atalanta í gær og var valinn maður leiksins. Ítalíumeistararnir hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í níu síðustu leikjum í ítölsku A-deildinni.
Athugasemdir
banner