Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 17. janúar 2023 15:01
Elvar Geir Magnússon
Martial tæpur og Weghorst gæti spilað sinn fyrsta leik
Manchester United heimsækir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld, miðvikudag. Anthony Martial fór af velli í hálfleik í sigrinum gegn Manchester City síðasta laugardag og er tæpur fyrir leikinn.

Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að Martial hafi sárbeðið sig um að byrja leikinn en hann hafi verið svo tekinn af velli til að taka ekki áhættu varðandi meiðsli.

Martial hefur misst af þrettán leikvikum á tímabilinu vegna meiðsla og hefur verið tekinn af velli í átta síðustu byrjunarliðsleikjum.

„Hann sárbað um að byrja leikinn og við ákváðum að láta hann byrja. Ég vissi að það skipti miklu máli að byrja leikinn vel og hann er góður í að pressa og er stór þáttur í okkar pressu," segir Ten Hag.

„En ég þurfti að endurskoða hlutina í hálfleik. Hann var ekki klár í að gefa 100% og þá vildi ég líka forðast það að missa hann aftur í meiðsli. Við tókum hann af velli en það hafði neikvæð áhrif á spilamennskuna eftir hálfleikinn."

Verður Weghorst í byrjunarliðinu?
Hollenski sóknarmaðurinn Wout Weghorst fékk ekki keppnisleyfi í tæka tíð fyrir leikinn gegn City en verður að minnsta kosti á bekknum á Selhurst Park.

Weghorst er á láni frá Burnley en hann skoraði átta mörk í sextán leikjum fyrir Besiktas fyrr á tímabilinu. Ten Hag var spurður að því hvort Weghorst myndi byrja leikinn á morgun?

„Ég þarf að íhuga það. Það þarf að taka réttar ákvarðanir og vera með skýr markmið fyrir Palace. Ég veit mikið um Palace en er ekki búinn að setja leikáætlun okkar algjörlega saman," segir Ten Hag.

Diogo Dalot er enn að glíma við vöðvameiðsli og gæti misst af sínum öðrum leik í röð. Þá er Donny van de Beek frá vegna hnémeiðsla út tímabilið.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner