Ole Gunnar Solskjær mun taka við sem stjóri Besiktas en hann flýgur til Tyrklands í dag samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.
Solskjær var orðaður við stjórastöðuna hjá Besiktas í sumar en Hollendingurinn Giovanni Van Bronckhorst var ráðinn að lokum.
Hann var hins vegar ekki lengi við stjórnvölin en hann var rekinn í nóvember eftir tap gegn Maccabi Tel-Aviv í Evrópudeildinni.
Solskjær hefur stýrt Molde í tvígang, Cardiff og síðast Man Utd á stjóraferlinum en hann hefur verið atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Man Utd árið 2021.
Það komu fréttir af því fyrir áramót að hann hafi hafnað því að taka við Molde í þriðja sinn á ferlinum.
Athugasemdir