Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
„Sýnir ást hans á félaginu“ - Sjáðu viðtal við Haaland
Erling Haaland og Txiki Begiristain.
Erling Haaland og Txiki Begiristain.
Mynd: Manchester City
Erling Haaland hefur skrifað undir sögulegan samning við Manchester City og segir að það hafi verið auðveld ákvörðun. Hann er nú bundinn félaginu til 2034 eftir að hafa skrifað undir lengsta samning ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég er gríðarlega ánægður með að hafa skrifað undir nýja samninginn og hlakka til að geta verið enn lengur hjá þessu frábæra félagi," segir þessi ótrúlegi markaskorari, Erling Haaland.

„Manchester City er sérstakt félag með fullt af mögnuðu fólki, geggjuðum stuðningsmönnum og umhverfi sem hjálpar öllum að ná fram því besta. Ég vil þakka Pep og þjálfarateyminu, liðsfélögum mínum og öllum hjá félaginu því þetta fólk hefur hjálpað mér svo mikið undanfarin ár."

Txiki Begiristain, yfirmaður fótboltamála hjá City, hafði þetta að segja: „Að hann hafi skrifað undir þetta langan samning sýnir tryggð hans og ást á félaginu."

Hér að neðan má sjá viðtal við Erling Haaland sem var tekið eftir undirritun samningsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner