Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
banner
   fös 17. janúar 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valdimar Valdimars aftur til Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar Valdimarsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

Valdimar þekkir vel til í Breiðabliki en hann hefur verið markmannsþjálfari í yngriflokkum félagsins undanfarin ár.

Þá var hann markmannsþjálfari hjá karlaliði félagsins 2023 þegar liðið komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fyrst íslenskra liða.

Kvennalið félagsins varð Íslandsmeistari síðasta sumar eftir sigur á Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner