Valdimar Valdimarsson hefur verið ráðinn markmannsþjálfari kvennaliðs Breiðabliks.
Valdimar þekkir vel til í Breiðabliki en hann hefur verið markmannsþjálfari í yngriflokkum félagsins undanfarin ár.
Þá var hann markmannsþjálfari hjá karlaliði félagsins 2023 þegar liðið komst í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar fyrst íslenskra liða.
Kvennalið félagsins varð Íslandsmeistari síðasta sumar eftir sigur á Val í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni.
Athugasemdir