Alexander Ívan er miðjumaður sem uppalinn er hjá Þór. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki árið 2014 og lék með Þórsurum til ársins 2019. Eftir það tímabil hélt hann á Grenivík og lék stórt hlutverk með Magna á síðustu leiktíð.
Alexander lék á sínum tíma fjóra unglingalandsleiki og á 48 deildarleiki að baki, 47 þeirra hafa verið í næstefstu deild. Hann segir í dag frá hinni hliðinni sinni.
Alexander lék á sínum tíma fjóra unglingalandsleiki og á 48 deildarleiki að baki, 47 þeirra hafa verið í næstefstu deild. Hann segir í dag frá hinni hliðinni sinni.
Fullt nafn: Alexander Ívan Bjarnason
Gælunafn: Lexi, Alex, Trölli
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Minnir að það var árið 2014
Uppáhalds drykkur: Miami Nocco og Pepsi Max
Uppáhalds matsölustaður: Geitin DJ Grill og Haninn
Hvernig bíl áttu: Golf
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Blacklist og Lucifer, þeir eru helvíti góðir
Uppáhalds tónlistarmaður: Herra og DaBaby
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. football
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur og Sveppi, þeir eru of fyndnir
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Tromp, jarðaber og fylltan lakkrís, annars er ég lítið að vinna með tófuna
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Kíktu á snap
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Lennon var helvíti góður
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Dragan Stojanovic og Svenni
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Klárlega Jónas Björgvin, ég hef mætt honum einu sinni og það var yfirdrifið, en toppnágungi samt
Sætasti sigurinn: 1-0 Sigur á móti Þrótt rvk í sumar sem gaf okkur líflínu, sem KSÍ drap reyndar fljótt niður
Mestu vonbrigðin: Að falla á markatölu og fá ekki að klára mótið
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Brynjar Þór Davíðsson úr Nökkva, heldur oftar en ekki hreinu og er markmaður af eldgamla skólanum
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Óliver Sesar Bjarnason
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarki Þór Viðarsson er fjallmyndarlegur og ný mættur á markaðinn. Snap: Bjarki15
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Steinar Aldolf, betur þekktur sem stóri Dog
Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri er yfirburða en Grenivík kemur þar á eftir
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Halldór Mar ákvað að spurja dómarann hvort að hann væri drukkinn eftir að hann flautaði á augljóst brot hjá honum, það vildi svo skemmtilega til að dómarinn var skít þunnur og henti í beint rautt á Halldór, virði þessa ákvörðun dómarans
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert svoleiðis
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NFL, hanbolta, og svo klikkar formúlan seint
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator og X
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu. Það var ekki mín sterkasta hlið
Vandræðalegasta augnablik:
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka þrjá lina með mér, Bjarka Þór, Jakob Snæ og Halldór Mar
Sturluð staðreynd um sjálfan þig:
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Dog, sá á ekkert eðlilega mikið cash
Hverju laugstu síðast: Líklega hver staðan væri í spili á æfingu, enda aldrei tapað spili á æfingu
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Steinar Adolf Arnþórsson
Athugasemdir