Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mið 17. febrúar 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Alexander Ívan Bjarnason (Magni)
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarki Þór Viðarsson
Bjarki Þór Viðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Björgvin Sigurbergsson
Jónas Björgvin Sigurbergsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Mar Einarsson
Halldór Mar Einarsson
Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Alexander Ívan er miðjumaður sem uppalinn er hjá Þór. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki árið 2014 og lék með Þórsurum til ársins 2019. Eftir það tímabil hélt hann á Grenivík og lék stórt hlutverk með Magna á síðustu leiktíð.

Alexander lék á sínum tíma fjóra unglingalandsleiki og á 48 deildarleiki að baki, 47 þeirra hafa verið í næstefstu deild. Hann segir í dag frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Alexander Ívan Bjarnason

Gælunafn: Lexi, Alex, Trölli

Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Minnir að það var árið 2014

Uppáhalds drykkur: Miami Nocco og Pepsi Max

Uppáhalds matsölustaður: Geitin DJ Grill og Haninn

Hvernig bíl áttu: Golf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Blacklist og Lucifer, þeir eru helvíti góðir

Uppáhalds tónlistarmaður: Herra og DaBaby

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. football

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur og Sveppi, þeir eru of fyndnir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Tromp, jarðaber og fylltan lakkrís, annars er ég lítið að vinna með tófuna

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Kíktu á snap

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með:

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Steven Lennon var helvíti góður

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Dragan Stojanovic og Svenni

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Klárlega Jónas Björgvin, ég hef mætt honum einu sinni og það var yfirdrifið, en toppnágungi samt

Sætasti sigurinn: 1-0 Sigur á móti Þrótt rvk í sumar sem gaf okkur líflínu, sem KSÍ drap reyndar fljótt niður

Mestu vonbrigðin: Að falla á markatölu og fá ekki að klára mótið

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Brynjar Þór Davíðsson úr Nökkva, heldur oftar en ekki hreinu og er markmaður af eldgamla skólanum

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Óliver Sesar Bjarnason

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Bjarki Þór Viðarsson er fjallmyndarlegur og ný mættur á markaðinn. Snap: Bjarki15

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Steinar Aldolf, betur þekktur sem stóri Dog

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri er yfirburða en Grenivík kemur þar á eftir

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar Halldór Mar ákvað að spurja dómarann hvort að hann væri drukkinn eftir að hann flautaði á augljóst brot hjá honum, það vildi svo skemmtilega til að dómarinn var skít þunnur og henti í beint rautt á Halldór, virði þessa ákvörðun dómarans

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert svoleiðis

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NFL, hanbolta, og svo klikkar formúlan seint

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas Predator og X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Sögu. Það var ekki mín sterkasta hlið

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka þrjá lina með mér, Bjarka Þór, Jakob Snæ og Halldór Mar

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Dog, sá á ekkert eðlilega mikið cash

Hverju laugstu síðast: Líklega hver staðan væri í spili á æfingu, enda aldrei tapað spili á æfingu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:


Steinar Adolf Arnþórsson
Athugasemdir
banner
banner