Sóknarmaðurinn Helgi Guðjónsson lék óvænt sem vinstri vængbakvörður í hinum frækna 2-1 sigri Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni á fimmtudag og stóð sig með prýði.
„Ég sagði í viðtali að við þyrftum hlaupara og Helgi getur hlaupið 180 mínúturnar. Hann er einn af þeim sóknarmönnum sem er duglegur að verjast og leggur mikið á sig. Ég þoldi ekki að spila á móti honum á æfingum. Helgi hefur spilað þessa stöðu áður fyrir okkur og við þurftum bara að fara yfir nokkur smáatriði hvernig eigi að beita sér í varnarleik og hann spilaði frábærlega. Ég er virkilega sáttur við hvernig hann tók þessum leik og tók þessa stöðu," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir leikinn.
„Ég sagði í viðtali að við þyrftum hlaupara og Helgi getur hlaupið 180 mínúturnar. Hann er einn af þeim sóknarmönnum sem er duglegur að verjast og leggur mikið á sig. Ég þoldi ekki að spila á móti honum á æfingum. Helgi hefur spilað þessa stöðu áður fyrir okkur og við þurftum bara að fara yfir nokkur smáatriði hvernig eigi að beita sér í varnarleik og hann spilaði frábærlega. Ég er virkilega sáttur við hvernig hann tók þessum leik og tók þessa stöðu," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, eftir leikinn.
Helgi var sjálfur spurður út í þetta hlutverk eftir leikinn.
„Þetta er svolítið öðruvísi en ég er vanur. Ég hef ekki spilað þessa stöðu oft en þetta hentar mér ágætlega. Ég get hlaupið og varist þokkalega. Það var búið að búa mig undir þetta og ég vissi að þetta gæti gerst þar sem Kalli var í banni," sagði Helgi Guðjónsson.
Víkingsliðið er nú í Aþenu við undirbúning fyrir seinni leikinn sem verður klukkan 20:00 að íslenskum tíma á fimmtudagskvöld.
Athugasemdir