Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 17. febrúar 2025 23:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjubikarinn: BF 108 og Léttir með örugga sigra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Síðustu leikirnir í fyrstu umferð í riðli fjögur í C-deild Lengjubikarsins fóru fram í kvöld. BF 108 rúllaði yfir Afríku og Léttir lagði RB.

Adrían Elí Þorvaldsson og Elmar Logi Þrándarson skorðu tvö mörk hvor Í sigri BF 108. BF 108 og KÁ eru með jafn mörg stig en KÁ vann Stokkseyri einnig 7-0 í fyrsta leik riðilsins fyrir helgi.

Viktor Dagsson og Kristján Ólafsson skoruðu tvö mörk hvor í 4-0 sigri Léttis gegn RB.

BF 108 7 - 0 Afríka
1-0 Adrían Elí Þorvaldsson ('33 )
2-0 Elmar Logi Þrándarson ('45 )
3-0 Hilmir Hreiðarsson ('53 )
4-0 Elmar Logi Þrándarson ('56 )
5-0 Adrían Elí Þorvaldsson ('77 )
6-0 Gunnar Arnarson ('86 , Mark úr víti)
7-0 Kristinn Helgi Jónsson ('90 )

Léttir 4 - 0 RB
1-0 Kristján Ólafsson ('9 )
2-0 Viktor Dagsson ('11 )
3-0 Viktor Dagsson ('18 )
4-0 Kristján Ólafsson ('70 )
Lengjubikar karla - C-deild, riðill 4
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner