Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 08:21
Elvar Geir Magnússon
Leifsstöð
Landsliðshópurinn óbreyttur frá upphaflegu vali Arnars
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Engar breytingar hafa verið gerðar á íslenska landsliðshópnum frá því að Arnar Gunnlaugsson opinberaði hann fyrst á miðvikudaginn.

Kjaftasögur fóru á flug um helgina að Arnór Ingvi Traustason yrði ekki með vegna meiðsla en þær reyndust ekki á rökum reistar og Arnór var í byrjunarliði Norrköping í gær. Gylfi Þór Sigurðsson er því ekki í hópnum en slúðrað var um að hann hefði verið kallaður inn.

Valgeir Lunddal Friðriksson er að glíma við einhver meiðsli og lék ekki með Düsseldorf um helgina og er hann inni í landsliðshópnum, eins og staðan er.

Fyrri leikur Kósovó og Íslands verður á fimmtudaginn í Pristina en seinni leikurinn, skráður heimaleikur Íslands, á Spáni á sunnudaginn. Liðið sem vinnur einvígið verður í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Hópurinn
Markmenn:
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir
Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim

Útileikmenn:
Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir
Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk
Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk
Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk
Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark
Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark
Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk
Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark
Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk
Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk
Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir
Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir
Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk
Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk
Athugasemdir
banner
banner